Enski boltinn

Bolton búið að hafa samband við Real Sociedad vegna Alfreðs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð gæti verið á leið í ensku B-deildina.
Alfreð gæti verið á leið í ensku B-deildina. vísir/getty
Samkvæmt frétt HITC Sport hefur Enska B-deildarliðið Bolton Wanderers haft samband við Real Sociedad með það fyrir augum að fá Alfreð Finnbogason á láni á næsta tímabili.

Nái félögin samkomulagi verður Alfreð annar Íslendingurinn í herbúðum Bolton er fyrir hjá félaginu er Eiður Smára Guðjohnsen, samherji Alfreðs í íslenska landsliðinu.

Helsti ásteytingssteinninn í viðræðum félaganna eru launamál en Bolton ku ekki vera tilbúið að borga laun Alfreðs að fullu meðan hann er á láni hjá félaginu.

Bolton vonast eftir málið leysist sem fyrst en samkvæmt fréttinni hafa ensku úrvalsdeildarliðin Norwich og Everton einnig áhuga á Alfreð sem skoraði aðeins tvö mörk í 25 deildarleikjum fyrir Real Sociedad í vetur eftir að hafa orðið markakóngur í hollensku úrvalsdeildinni tímabilið þar á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×