Innlent

Verkefni flutt frá sýslumanninum á Vestfjörðum til Eyja

Atli Ísleifsson skrifar
Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Vísir/Valli
Verkefni sem snúa að löggildingu dómtúlka og skjalaþýðenda verða flutt frá embætti sýslumannsins á Vestfjörðum til embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum.

Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins segir að Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi undirritað breytingu á reglugerð þessa efnis og taki hún gildi 1. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×