Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. júní 2015 18:34 Hjúkrunarfræðingar óttast lagasetningu á verkfallið eftir að viðræðum við ríkið var slitið í dag. Deilan er í algjörum hnút og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem hófst klukkan ellefu í morgun í Karphúsinu var slitið klukkan 2. Enginn árangur náðist á fundinum og enn ber töluvert á milli deiluaðila. „Það er greinilegt að ríkið er ekki tilbúið að koma til móts við okkar kröfur frekar en þeir hafa gert nú þegar. Við teljum okkur hafa gefið það mikið eftir af okkar kröfum að við getum ekki unað við það sem okkur er boðið.,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Félagið hefur ekki gefið upp kröfur sínar. „Við höfum gefið það upp að við viljum jafna hér kynbundinn launamun milli stétta og jafnframt að nám og ábyrgð hjúkrunarfræðinga sé metið til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við höfum gefið til kynna að sá munur er 14-25 prósent á meðatals dagvinnulaunum,“ segir Ólafur. Ólafur segir félagið óttast að lög verði sett á verkfallið. „Það þýðir að verkfalli lýkur og hjúkrunarfræðingar snúa aftur til starfa. Hins vegar er vandamálið enn þá til staðar. Það er að kjarasamningurinn er ekki undirritaðurog ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir hann. Hann segir hjúkrunarfræðinga upplifa virðingarleysi frá stjórnvöldum. „Við erum í þeirri vegferð að reyna tryggja öruggt og öflugt heiilbrigðiskerfi til framtíðar. Það er alveg ljóst að það verður ekki gert án hjúkrunarfræðinga. Við erum hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Verði ekki gengið til samning við okkur og við ekki samkeppnishæf á við önnur störf þá munum við ekki hafa hjúkrunarfræðinga hérna í framtíðinni til að sinna þessum störfum.“ Það var þungt yfir þeim hjúkrunarfræðingum sem voru staddir á skristofu félagsins í dag. Mikið álag sé á þeim hjúkrunarfræðingum sem séu á vakt og ástandið sé slæmt bæði á spítölum og á heilsugæslustöðvum. „Það er bara rosalega dapurt. Ég er búin að vera verkfallsvörslu, manni finsnt bara sorglegt að labba um gangana. Þetta er illa mannað. Sjúklingarnir klaga ekki, þeir eru þakklátir og svona en maður veit af fólkinu sem er heima að bíða eftir aðgerð og manni finnst sorglegt að þeir komist ekki í aðgerð eins og á að vera,” segir Anna Huld Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar óttast lagasetningu á verkfallið eftir að viðræðum við ríkið var slitið í dag. Deilan er í algjörum hnút og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem hófst klukkan ellefu í morgun í Karphúsinu var slitið klukkan 2. Enginn árangur náðist á fundinum og enn ber töluvert á milli deiluaðila. „Það er greinilegt að ríkið er ekki tilbúið að koma til móts við okkar kröfur frekar en þeir hafa gert nú þegar. Við teljum okkur hafa gefið það mikið eftir af okkar kröfum að við getum ekki unað við það sem okkur er boðið.,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Félagið hefur ekki gefið upp kröfur sínar. „Við höfum gefið það upp að við viljum jafna hér kynbundinn launamun milli stétta og jafnframt að nám og ábyrgð hjúkrunarfræðinga sé metið til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við höfum gefið til kynna að sá munur er 14-25 prósent á meðatals dagvinnulaunum,“ segir Ólafur. Ólafur segir félagið óttast að lög verði sett á verkfallið. „Það þýðir að verkfalli lýkur og hjúkrunarfræðingar snúa aftur til starfa. Hins vegar er vandamálið enn þá til staðar. Það er að kjarasamningurinn er ekki undirritaðurog ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir hann. Hann segir hjúkrunarfræðinga upplifa virðingarleysi frá stjórnvöldum. „Við erum í þeirri vegferð að reyna tryggja öruggt og öflugt heiilbrigðiskerfi til framtíðar. Það er alveg ljóst að það verður ekki gert án hjúkrunarfræðinga. Við erum hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Verði ekki gengið til samning við okkur og við ekki samkeppnishæf á við önnur störf þá munum við ekki hafa hjúkrunarfræðinga hérna í framtíðinni til að sinna þessum störfum.“ Það var þungt yfir þeim hjúkrunarfræðingum sem voru staddir á skristofu félagsins í dag. Mikið álag sé á þeim hjúkrunarfræðingum sem séu á vakt og ástandið sé slæmt bæði á spítölum og á heilsugæslustöðvum. „Það er bara rosalega dapurt. Ég er búin að vera verkfallsvörslu, manni finsnt bara sorglegt að labba um gangana. Þetta er illa mannað. Sjúklingarnir klaga ekki, þeir eru þakklátir og svona en maður veit af fólkinu sem er heima að bíða eftir aðgerð og manni finnst sorglegt að þeir komist ekki í aðgerð eins og á að vera,” segir Anna Huld Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira