Fótbolti

Miðasalan hefst á föstudaginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Ljóst er að mun færri munu komast að en vilja.
Ljóst er að mun færri munu komast að en vilja. Vísir/Vilhelm
Miðasala á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM hefst á hádegi á föstudaginn. Leikurinn mun fara fram á Laugardalsvelli klukkan 18:45 þann 12. júní næstkomandi og ljóst er að mun færri munu komast að en vilja.

Þrátt fyrir að Laugardalsvöllur taki rétt tæplega tíu þúsund manns, verða eingöngu fjögur þúsund miðar til sölu. Á vef KSÍ segir áður hafi verið seldir mótsmiðar á alla heimaleiki Íslands í keppninni.

Ísland er í öðru sæti riðilsins með tólf stig, en Tékkar eru í efsta sæti með þrettán stig.

Sem áður mun miðasalan fara fram á Midi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×