Fótbolti

Lést í knattspyrnuleik eftir að hafa kastast á steinvegg - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndbandið hefur vakið óhug á veraldarvefnum í dag.
Myndbandið hefur vakið óhug á veraldarvefnum í dag. vísir
Þau sorglegu tíðindi bárust frá Argentínu í dag að hinn 21 árs Emanuel Ortega, leikmaður San Martin de Burzaco, lést eftir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum í knattspyrnuleik í síðustu viku.

Argentínska knattspyrnusambandið hefur aflýst öllum knattspyrnuleikjum í landinu um helgina en Ortega leikur með liði í 4. deildinni.

Atvikið átti sér stað í leik gegn Juventud Unida en leikmaður þeirra ýtti við Oreta með þeim afleiðingum að hann kastaðist á steinvegg sem er umhverfis völlinn.

Hann lést á sjúkrahúsi i dag eftir að hafa gengist undir tvær aðgerðir. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu en það er alls ekki fyrir viðkvæma. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×