Fótbolti

Varamaðurinn tryggði Frankfurt Evrópumeistaratitilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Frankfurt fagna sigrinum í Meistaradeild Evrópu.
Leikmenn Frankfurt fagna sigrinum í Meistaradeild Evrópu. vísir/getty
Frankfurt varð Evrópumeistari meistaraliða í fjórða sinn í dag eftir 2-1 sigur á Paris Saint-Germain í úrslitaleik í Berlín.

Þetta er þriðja árið í röð sem þýskt lið vinnur Meistaradeildina en Wolfsburg vann keppnina 2013 og 2014.

Frankfurt komst yfir á 32. mínútu með marki Céliu Šašić en Marie-Laure Delie jafnaði metin fimm mínútum fyrir hálfleik.

Staðan var 1-1 í hálfleik og fram í uppbótartíma þegar varamaðurinn Mandy Islacker tryggði Frankfurt sigurinn með fallegu marki.

Frankfurt, sem endaði í 3. sæti þýsku deildarinnar í ár, vann þessa keppni 2002, 2006 og 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×