Fótbolti

Áhorfendur sprautuðu piparúða í augu leikmanna

Leikmenn River voru í áfalli eftir árásina eins og sjá má.
Leikmenn River voru í áfalli eftir árásina eins og sjá má. vísir/getty
Það varð gjörsamlega allt vitlaust á leik Boca Juniors og River Plate í gær.

Leikurinn var flautaður af í hálfleik enda var ráðist á leikmenn River Plate er þeir hlupu inn á völlinn eftir leikhléið.

Stuðningsmenn Boca sprautuðu piparúða í andlit leikmanna liðsins og fjórir leikmenn River voru fluttir á spítala.

Dómari leiksins sá enga aðra leið en að flauta leikinn af og verður tekin ákvörðun í dag um hvort það eigi að spila leikinn aftur eða gefa River sigurinn.

Þetta var leikur í Copa Libertadores-keppninni. Seinni leikur liðanna en River vann fyrri leik liðanna, 1-0. Markalaust var þegar leikurinn var flautaður af.

Þjálfari Boca er hér verndaður af lögreglu er hann yfirgefur völlinn.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×