Fótbolti

PSG franskur meistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn PSG fagna titlinum.
Leikmenn PSG fagna titlinum. vísir/getty
Paris Saint Germain tryggði sér franska meistaratitilinn í knattspyrnu i kvöld með sigri á Montepellier, 1-2. Þetta er þriðja árið í röð sem PSG vinnur titilinn.

Blaise Matuidi kom PSG yfir eftir sautján mínútna leik og níu mínútum síðar tvöfaldaði Ezequiel Lavezzi forystuna fyrir PSG.

Anthony Mounier minnkaði muninn fyrir Montpellier á 40. mínútu og staðan var 1-2 í hálfleik. Ekki urðu mörkin fleiri í síðari hálfleik og PSG franskur meistari.

Á sama tíma gerði Lyon 1-1 jafntefli við Bordeaux og PSG því með átta stiga forskot, en síðasta umferðin er enn óleikin.

Þetta er þriðja árið í röð sem PSG verður franskur meistari, en þetta er samtals fimmti deildarmeistaratitillinn. Þeir unnu einnig bikarinn í ár og eru því tvöfaldir meistarar í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×