Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2015 19:00 Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. Ólafur Ólafsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Þá var hann dæmdur til að greiða þrjár fjórðu hluta sakarkostnaðar í málinu. Hann hefur nú óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamáls koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Þar segir í c-lið að endurupptökunefnd geti orðið við beiðni um endurupptöku ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Það er á grundvelli þessa ákvæðis sem Ólafur óskar eftir endurupptöku en hann telur að sönnunargögn hafi verið rangt metin í Al-Thani málinu. Í dómi Hæstaréttar er vitnað í samtal sem vitnið Bjarnfreður Ólafsson á við vitnið Eggert Hilmarsson. Þar ræðir Bjarnfreður strúktúr viðskiptanna í kringum kaup Al-Thani á bréfum í Kaupþingi og vitnar til samtals sem hann átti við „Óla.“ Í dómi Hæstaréttar er gengið út frá því að umræddur Óli sé Ólafur Ólafsson enda segir í dómnum: „Ítrekað kom fram í þessu símtali að BÓ hafi rætt við „Óla“, sem hann kaus að nefna svo og bersýnilega var ákærði Ólafur, um ýmis atriði í tengslum við viðskipti með hlutabréfin.“Ólafur Ólafsson hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í Al-Thani málinu fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í markaðsmisnotkun.Í endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar er vitnað til bréfs Bjarnfreðar Ólafssonar til endurupptökunefndar þar sem hann staðfestir að hann hafi í umræddu símtali verið að vitna til Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar lögmanns og sérfræðings í verðbréfamarkaðsrétti en ekki Ólafs Ólafssonar. Þá segir í beiðninni: „Í umfangsmiklum gögnum málsins er hvergi að finna gögn sem gefa til kynna að BÓ (Bjarnfreður Ólafsson) hafi verið í beinum samskiptum við dómfellda um upplegg viðskiptanna eða mögulega flöggunarskyldu hans.“ Þá er í bréfi til endurupptökunefndar vitnað til þess að vitnið Eggert Hilmarsson hafi tvívegis í skýrslutöku hjá lögreglu vitnað til þess að Bjarnfreður hafi notið ráðgjafar téðs Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar í tengslum við viðskipti Al-Thani með hlutabréf í Kaupþingi.Þurfa ekki ætluð mistök að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins til að fallast megi á beiðni um endurupptöku? „Jú, ég tel að það sé rétt. Ef maður skoðar dóm Hæstaréttar og textann sem þar er þá sýnist mér að þessi mistök, sem ég tel að hafi orðið, hafi haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Þórólfur Jónsson sem var verjandi Ólafs í Al-Thani málinu og fer nú með mál hans fyrir endurupptökunefnd. Eru einhver sakamál tekin upp? Hefur endurupptökunefnd fallist á einhverja endurupptökubeiðni í sakamáli frá því sakamálalögin tóku gildi árið 2008? „Mér sýnist við snögga skoðun að það hafi eitt mál verið tekið upp. Þetta er því ákaflega sjaldgæft en reglurnar eru þarna og þeim á að beita við ákveðnar aðstæður.“ Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. Ólafur Ólafsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Þá var hann dæmdur til að greiða þrjár fjórðu hluta sakarkostnaðar í málinu. Hann hefur nú óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamáls koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Þar segir í c-lið að endurupptökunefnd geti orðið við beiðni um endurupptöku ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Það er á grundvelli þessa ákvæðis sem Ólafur óskar eftir endurupptöku en hann telur að sönnunargögn hafi verið rangt metin í Al-Thani málinu. Í dómi Hæstaréttar er vitnað í samtal sem vitnið Bjarnfreður Ólafsson á við vitnið Eggert Hilmarsson. Þar ræðir Bjarnfreður strúktúr viðskiptanna í kringum kaup Al-Thani á bréfum í Kaupþingi og vitnar til samtals sem hann átti við „Óla.“ Í dómi Hæstaréttar er gengið út frá því að umræddur Óli sé Ólafur Ólafsson enda segir í dómnum: „Ítrekað kom fram í þessu símtali að BÓ hafi rætt við „Óla“, sem hann kaus að nefna svo og bersýnilega var ákærði Ólafur, um ýmis atriði í tengslum við viðskipti með hlutabréfin.“Ólafur Ólafsson hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í Al-Thani málinu fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í markaðsmisnotkun.Í endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar er vitnað til bréfs Bjarnfreðar Ólafssonar til endurupptökunefndar þar sem hann staðfestir að hann hafi í umræddu símtali verið að vitna til Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar lögmanns og sérfræðings í verðbréfamarkaðsrétti en ekki Ólafs Ólafssonar. Þá segir í beiðninni: „Í umfangsmiklum gögnum málsins er hvergi að finna gögn sem gefa til kynna að BÓ (Bjarnfreður Ólafsson) hafi verið í beinum samskiptum við dómfellda um upplegg viðskiptanna eða mögulega flöggunarskyldu hans.“ Þá er í bréfi til endurupptökunefndar vitnað til þess að vitnið Eggert Hilmarsson hafi tvívegis í skýrslutöku hjá lögreglu vitnað til þess að Bjarnfreður hafi notið ráðgjafar téðs Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar í tengslum við viðskipti Al-Thani með hlutabréf í Kaupþingi.Þurfa ekki ætluð mistök að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins til að fallast megi á beiðni um endurupptöku? „Jú, ég tel að það sé rétt. Ef maður skoðar dóm Hæstaréttar og textann sem þar er þá sýnist mér að þessi mistök, sem ég tel að hafi orðið, hafi haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Þórólfur Jónsson sem var verjandi Ólafs í Al-Thani málinu og fer nú með mál hans fyrir endurupptökunefnd. Eru einhver sakamál tekin upp? Hefur endurupptökunefnd fallist á einhverja endurupptökubeiðni í sakamáli frá því sakamálalögin tóku gildi árið 2008? „Mér sýnist við snögga skoðun að það hafi eitt mál verið tekið upp. Þetta er því ákaflega sjaldgæft en reglurnar eru þarna og þeim á að beita við ákveðnar aðstæður.“
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira