Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2015 14:45 Frá Íslandsmóti liða í CrossFit WOW Throwdown 2015 sem haldið var í Íþróttahúsi HK Digranesi fimmtudaginn 23. apríl 2015 Facebook-síða CFSÍ „Það er skoðun CFSÍ að ÍSÍ þurfi að taka harðar á þessum brotum og láta viðkomandi íþróttamenn axla ábyrgð,“ segir Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands. Tilefnið er sex mánaða keppnisbann sem dómstóll ÍSÍ kvað upp yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem kveðinn var upp á föstudaginn og birtur í gær. Farið var fram á tveggja ára dóm yfir Jóhanni Birgi en formaður lyfjaráðs sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði sætt sig við eins árs dóm. Niðurstaðan, sex mánaða keppnisbann, væri of stutt en Jóhann missir í mesta lagi af einum eða tveimur leikjum í upphafi næsta tímabils.Sjá einnig:Jóhann segir eiganda steradrykkjarins ekki náinn vinVísir fjallaði um dóminn yfir Jóhanni í gær og málsvörn hans. Þar kom fram að Jóhann sagðist hafa drukkið „eitthvað hjá crossfit kunningja sínum“ sem sagðist hafa verið „að taka anavar eins og 90 prósent af crossfitturum fyrir Evrópuleikana.“ Anavar er ein vinsælasta tegund stera hér á landi, er á töfluformi og hreinsast nokkuð fljótt út úr líkamanum.Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að dómurinn væri helst til of stuttur.Íþróttamenn eigi að axla ábyrgð á eigin gjörðum Í yfirlýsingu Svanhildar fyrir hönd CFSÍ kemur fram að auðvitað leynist svartir sauðir í öllum íþróttum. Sambandið fordæmi ólöglega lyfjanotkun að öllu leyti. „Það er samt sem áður ólíðandi að menn komist upp með það að sverta heila íþróttagrein eins og CrossFit í stað þess að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er skoðun CFSÍ að ÍSÍ þurfi að taka harðar á þessum brotum og láta viðkomandi íþróttamenn axla ábyrgð, enda má öllum vera ljóst að íþróttamenn mælast ekki með viðlíka magn eins og í þessu tilfelli án eigin vitneskju um hvað er verið að innbyrða,“ segir Svanhildur. Minnt er á að ekki sé í fyrsta skipti að ræða sem íþróttamenn beri fyrir sig að hafa ekki vitað hvað þeir voru að láta ofan í sig. „Virðist það vera einfaldasta leiðin til að draga úr tímalengd dóma.“Frá Íslandsmótinu í liðafólki á dögunum.Mynd af Facebook-síðu CFSÍVilja aukið lyfjaeftirlit í CrossFit Fimmtán Íslendingar eru við undirbúning fyrir Evrópuleikana í CrossFit. Svanhildur segir að átta af þeim fimmtán hafi verið lyfjaprófaðir undanfarin tvö ár. Sumir einu sinni og sá sem oftast hefur farið í próf sex sinnum. Sterk tengsl eru á milli CrossFit og Lyftingasambands Íslands að því leyti að þeir sem æfa CrossFit eru margir hverjir reglulegir keppendur á mótum LSÍ. LSÍ heyrir undir ÍSÍ en iðkendur innan ÍSÍ eiga von á að vera teknir í lyfjapróf hvort sem er við æfingar eða keppni. „Allir þeir íþróttamenn sem keppa á vegum CrossFit á Evrópumótinu geta átt von á því að vera kallaðir í lyfjapróf hvenær sem er á árinu,“ segir Svanhildur. Þó ekki hér á landi en fari viðkomandi út til keppni erlendis. Sem dæmi séu allir sem vinni til verðlauna á Evrópuleikunum skikkaðir í lyfjapróf á vegum CrossFit Inc. sem stendur að leikunum sem og heimsmeistaramótinu í greininni. Aðspurð segir Svanhildur að lyfjamál hjá CrossFit hér á landi hafi verið í skoðun. Verið sé að leggja lokahönd á að skrifa regluramma fyrir CrossFit og í kjölfarið sé stefnt á að framkvæma tvö til fjögur lyfjapróf árlega. Gangi allt eftir muni lyfjaeftirlit ÍSÍ sjá um framkvæmdina.Keppendur í CrossFit hvetja hver annan.Mynd af Facebook-síðu CFSÍEngin tengsl Jóhanns við CrossFit Svanhildur og CFSÍ eru einnig ósátt við að í dómnum, sem birtur var á heimasíðu ÍSÍ í gær, komi fram síendurtekið „órökstuddar staðhæfingar íþróttamannsins, að efnin séu með einum eða öðrum hætti upprunin frá iðkenndum í CrossFit og að stór hluti þeirra sem keppa fyrir hönd Íslands í CrossFit séu á ólöglegum lyfjum.“ Minnt er á að Jóhann Birgir keppi í handbolta. Ekkert í dómnum tengi hann við þá íþrótt en orðið CrossFit komi margoft fyrir í dómnum, fjórum sinnum samkvæmt talningu blaðamanns. Jóhann Birgir sé ekki keppnismaður í CrossFit. Þá er tekið fram að Íslendingur hafi aldrei fallið á lyfjaprófi í CrossFit né hafi keppnismaður í CrossFit fallið á lyfjaprófi í annarri íþrótt.Dóminn í heild sinni má lesa hér að neðan. Tengdar fréttir Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 18. maí 2015 16:11 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
„Það er skoðun CFSÍ að ÍSÍ þurfi að taka harðar á þessum brotum og láta viðkomandi íþróttamenn axla ábyrgð,“ segir Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands. Tilefnið er sex mánaða keppnisbann sem dómstóll ÍSÍ kvað upp yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem kveðinn var upp á föstudaginn og birtur í gær. Farið var fram á tveggja ára dóm yfir Jóhanni Birgi en formaður lyfjaráðs sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði sætt sig við eins árs dóm. Niðurstaðan, sex mánaða keppnisbann, væri of stutt en Jóhann missir í mesta lagi af einum eða tveimur leikjum í upphafi næsta tímabils.Sjá einnig:Jóhann segir eiganda steradrykkjarins ekki náinn vinVísir fjallaði um dóminn yfir Jóhanni í gær og málsvörn hans. Þar kom fram að Jóhann sagðist hafa drukkið „eitthvað hjá crossfit kunningja sínum“ sem sagðist hafa verið „að taka anavar eins og 90 prósent af crossfitturum fyrir Evrópuleikana.“ Anavar er ein vinsælasta tegund stera hér á landi, er á töfluformi og hreinsast nokkuð fljótt út úr líkamanum.Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að dómurinn væri helst til of stuttur.Íþróttamenn eigi að axla ábyrgð á eigin gjörðum Í yfirlýsingu Svanhildar fyrir hönd CFSÍ kemur fram að auðvitað leynist svartir sauðir í öllum íþróttum. Sambandið fordæmi ólöglega lyfjanotkun að öllu leyti. „Það er samt sem áður ólíðandi að menn komist upp með það að sverta heila íþróttagrein eins og CrossFit í stað þess að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er skoðun CFSÍ að ÍSÍ þurfi að taka harðar á þessum brotum og láta viðkomandi íþróttamenn axla ábyrgð, enda má öllum vera ljóst að íþróttamenn mælast ekki með viðlíka magn eins og í þessu tilfelli án eigin vitneskju um hvað er verið að innbyrða,“ segir Svanhildur. Minnt er á að ekki sé í fyrsta skipti að ræða sem íþróttamenn beri fyrir sig að hafa ekki vitað hvað þeir voru að láta ofan í sig. „Virðist það vera einfaldasta leiðin til að draga úr tímalengd dóma.“Frá Íslandsmótinu í liðafólki á dögunum.Mynd af Facebook-síðu CFSÍVilja aukið lyfjaeftirlit í CrossFit Fimmtán Íslendingar eru við undirbúning fyrir Evrópuleikana í CrossFit. Svanhildur segir að átta af þeim fimmtán hafi verið lyfjaprófaðir undanfarin tvö ár. Sumir einu sinni og sá sem oftast hefur farið í próf sex sinnum. Sterk tengsl eru á milli CrossFit og Lyftingasambands Íslands að því leyti að þeir sem æfa CrossFit eru margir hverjir reglulegir keppendur á mótum LSÍ. LSÍ heyrir undir ÍSÍ en iðkendur innan ÍSÍ eiga von á að vera teknir í lyfjapróf hvort sem er við æfingar eða keppni. „Allir þeir íþróttamenn sem keppa á vegum CrossFit á Evrópumótinu geta átt von á því að vera kallaðir í lyfjapróf hvenær sem er á árinu,“ segir Svanhildur. Þó ekki hér á landi en fari viðkomandi út til keppni erlendis. Sem dæmi séu allir sem vinni til verðlauna á Evrópuleikunum skikkaðir í lyfjapróf á vegum CrossFit Inc. sem stendur að leikunum sem og heimsmeistaramótinu í greininni. Aðspurð segir Svanhildur að lyfjamál hjá CrossFit hér á landi hafi verið í skoðun. Verið sé að leggja lokahönd á að skrifa regluramma fyrir CrossFit og í kjölfarið sé stefnt á að framkvæma tvö til fjögur lyfjapróf árlega. Gangi allt eftir muni lyfjaeftirlit ÍSÍ sjá um framkvæmdina.Keppendur í CrossFit hvetja hver annan.Mynd af Facebook-síðu CFSÍEngin tengsl Jóhanns við CrossFit Svanhildur og CFSÍ eru einnig ósátt við að í dómnum, sem birtur var á heimasíðu ÍSÍ í gær, komi fram síendurtekið „órökstuddar staðhæfingar íþróttamannsins, að efnin séu með einum eða öðrum hætti upprunin frá iðkenndum í CrossFit og að stór hluti þeirra sem keppa fyrir hönd Íslands í CrossFit séu á ólöglegum lyfjum.“ Minnt er á að Jóhann Birgir keppi í handbolta. Ekkert í dómnum tengi hann við þá íþrótt en orðið CrossFit komi margoft fyrir í dómnum, fjórum sinnum samkvæmt talningu blaðamanns. Jóhann Birgir sé ekki keppnismaður í CrossFit. Þá er tekið fram að Íslendingur hafi aldrei fallið á lyfjaprófi í CrossFit né hafi keppnismaður í CrossFit fallið á lyfjaprófi í annarri íþrótt.Dóminn í heild sinni má lesa hér að neðan.
Tengdar fréttir Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 18. maí 2015 16:11 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15
Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 18. maí 2015 16:11