Eigandi steradrykkjarins ekki náinn vinur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2015 19:21 Jóhann Birgir í leik gegn Haukum. Vísir/pjetur Handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson segir að eigandi steradrykksins sem hann tók sopa af hafi ekki verið náinn vinur hans. Hann hafi heldur ekki verið einn af hans reglulegu æfingafélögum. Hann sé viðkomandi þó þakklátur fyrir að hafa viðurkennt fyrir sér að drykkurinn sem hann gaf Jóhanni sopa af hafi innihaldið anavar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jóhann sendi Vísi. Jóhann var sem kunnugt er dæmdur í sex mánaða keppnisbann þar sem hann féll á lyfjaprófi að loknum bikarúrslitaleik FH og ÍBV þann 28. febrúar. Í sýni Jóhanns fundust vefaukandi sterara. Lyfjaráð fór fram á tveggja ára dóm yfir honum en niðurstaðan var sex mánuðir. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs, sagði við Vísi að dómurinn væri viss vonbrigði. Hann hefði sætt sig við eins árs dóm en Jóhann Birgir er á 21. aldursári. Crossfit samband Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag vegna fréttar af Jóhanni og keppnisbanninu. Sagði Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður Crossft sambands Íslands að íþróttamenn ættu að axla ábyrgð og ómögulegt væri að ætla annað en að Jóhann Birgir vissi hvað væri í drykknum.Ekki reglulegur æfingafélagi Sá sem átti drykkinn sem Jóhann Birgir tók sopann af, hvorki vinur né reglulegur æfingafélagi að hans sögn, sagði við Jóhann að í drykknum hefði verið anavar „eins og (hjá) 90% Crossfitara í keppnum.“ Jóhann segist í yfirlýsingunni æfa með félögum sínum í Crossfit Hafnarfjarðar. Hann hafi þó ekki tekið sopa af umræddum drykk þar. „Þetta var í öðrum æfingasal s.s. þar sem æfðar eru íþróttir sem eru undir ÍSÍ og ekki einn af reglulegu æfingafélögum mínum.“ Jóhann ítrekar að hann hafi aldei sagt neitt um crossfitara. Þau orð hafi hann einfaldlega eftir eiganda drykkjarins þegar Jóhann leitaði skýringa á því hvernig á því stæði að vefaukandi sterar hefðu fundist í lyfjaprófinu.Þakklátur aðilanum en gefur ekki upp nafn hans „Af skiljanlegum ástæðum get ég ekki ekki gefið upp nafn viðkomandi þar sem viðurkenning hefði aldrei fengist ef hætta væri á að upp kæmist um aðilann. Ég er þakklátur aðilanum fyrir að viðurkenna sinn hlut og koma með gögn fram í málinu sem gerðu að verkum að ég var ekki dæmdur fyrir ásetning annars íþróttamanns,“ segir Jóhann. Varðandi fullyrðingu kunningjans um anavar notkun hjá iðkendum í Crossfit segir Jóhann ekki vita hvort hann hafi verið að milda aðkomu sína að málinu eða afsaka efnanotkunina. Hver heilsteyptur Crossfittari og almenningur hljóti að átta sig á því að orðum sé ofaukið. „Ljóst er að Crossfit er frábær íþrótt og leitt er ef Crossfit samband Íslands eða Crossfit Hafnarfjarðar, þar sem ég hef æft inn á milli, verða fyrir ástæðulausum álitshnekki. Félagar mínir í Crossfit Hafnarfjarðar komu hér hvergi nærri,“ segir Jóhann Birgir. Honum þyki leitt að ef sá misskilningur sé uppi að ummælin um Crossfitara og anavar séu frá honum komin. Sömuleiðis hafi það valdið einhverjum óþægindum sem hafi ekkert með málið að gera. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, segir engar líkur á að handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson hafi ekki vitað að hann var að taka stera. 19. maí 2015 14:45 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 18. maí 2015 16:11 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson segir að eigandi steradrykksins sem hann tók sopa af hafi ekki verið náinn vinur hans. Hann hafi heldur ekki verið einn af hans reglulegu æfingafélögum. Hann sé viðkomandi þó þakklátur fyrir að hafa viðurkennt fyrir sér að drykkurinn sem hann gaf Jóhanni sopa af hafi innihaldið anavar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jóhann sendi Vísi. Jóhann var sem kunnugt er dæmdur í sex mánaða keppnisbann þar sem hann féll á lyfjaprófi að loknum bikarúrslitaleik FH og ÍBV þann 28. febrúar. Í sýni Jóhanns fundust vefaukandi sterara. Lyfjaráð fór fram á tveggja ára dóm yfir honum en niðurstaðan var sex mánuðir. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs, sagði við Vísi að dómurinn væri viss vonbrigði. Hann hefði sætt sig við eins árs dóm en Jóhann Birgir er á 21. aldursári. Crossfit samband Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag vegna fréttar af Jóhanni og keppnisbanninu. Sagði Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður Crossft sambands Íslands að íþróttamenn ættu að axla ábyrgð og ómögulegt væri að ætla annað en að Jóhann Birgir vissi hvað væri í drykknum.Ekki reglulegur æfingafélagi Sá sem átti drykkinn sem Jóhann Birgir tók sopann af, hvorki vinur né reglulegur æfingafélagi að hans sögn, sagði við Jóhann að í drykknum hefði verið anavar „eins og (hjá) 90% Crossfitara í keppnum.“ Jóhann segist í yfirlýsingunni æfa með félögum sínum í Crossfit Hafnarfjarðar. Hann hafi þó ekki tekið sopa af umræddum drykk þar. „Þetta var í öðrum æfingasal s.s. þar sem æfðar eru íþróttir sem eru undir ÍSÍ og ekki einn af reglulegu æfingafélögum mínum.“ Jóhann ítrekar að hann hafi aldei sagt neitt um crossfitara. Þau orð hafi hann einfaldlega eftir eiganda drykkjarins þegar Jóhann leitaði skýringa á því hvernig á því stæði að vefaukandi sterar hefðu fundist í lyfjaprófinu.Þakklátur aðilanum en gefur ekki upp nafn hans „Af skiljanlegum ástæðum get ég ekki ekki gefið upp nafn viðkomandi þar sem viðurkenning hefði aldrei fengist ef hætta væri á að upp kæmist um aðilann. Ég er þakklátur aðilanum fyrir að viðurkenna sinn hlut og koma með gögn fram í málinu sem gerðu að verkum að ég var ekki dæmdur fyrir ásetning annars íþróttamanns,“ segir Jóhann. Varðandi fullyrðingu kunningjans um anavar notkun hjá iðkendum í Crossfit segir Jóhann ekki vita hvort hann hafi verið að milda aðkomu sína að málinu eða afsaka efnanotkunina. Hver heilsteyptur Crossfittari og almenningur hljóti að átta sig á því að orðum sé ofaukið. „Ljóst er að Crossfit er frábær íþrótt og leitt er ef Crossfit samband Íslands eða Crossfit Hafnarfjarðar, þar sem ég hef æft inn á milli, verða fyrir ástæðulausum álitshnekki. Félagar mínir í Crossfit Hafnarfjarðar komu hér hvergi nærri,“ segir Jóhann Birgir. Honum þyki leitt að ef sá misskilningur sé uppi að ummælin um Crossfitara og anavar séu frá honum komin. Sömuleiðis hafi það valdið einhverjum óþægindum sem hafi ekkert með málið að gera.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, segir engar líkur á að handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson hafi ekki vitað að hann var að taka stera. 19. maí 2015 14:45 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 18. maí 2015 16:11 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, segir engar líkur á að handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson hafi ekki vitað að hann var að taka stera. 19. maí 2015 14:45
Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15
Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 18. maí 2015 16:11