Enski boltinn

Carver sakar Williamson um viljandi rautt spjald

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carver og Janmaat í leiknum í dag.
Carver og Janmaat í leiknum í dag. vísir/getty
John Carver, stjóri Newcastle, sakar Ian Williamson, varnarmann liðsins, um að hafa látið reka sig útaf vísvitandi í leik liðsins gegn Leicester í dag.

Williamson fékk tvö gul spjöld á skömmum tíma og það síðara meðal ananrs eftir brot á James Vardy þegar hann var fyrir utan völlinn. Carver var hundfúll í leikslok enda áttunda tap Newcastle staðreynd.

„Á skalanum einn til tíu er þetta mínús tíu. Ég get ekki samþykkt þetta. Ég myndi óska þess að leikmennirnir hefðu sömu einbeitingu og baráttu eins og ég hafði," sagði Carver niðurlútur í leikslok.

„Við getum talað um kerfi og leikmennina, en ef við erum ekki með vilja til þess að berjast, vera með augun á boltanum og hræðsla við meiðsli, þá förum við ekki neitt."

Ian Williamson var rekinn af velli eftir rúman klukkutíma og sakaði Carver hann um að láta reka sig vísvitandi af velli.

„Dómarinn gerði rétt. Ég talaði við Williamson í hálfleik og við ræddum saman. Ég held að hann hafi gert þetta viljandi að láta reka sig útaf - þetta leit þannig út."

„Boltinn var farinn útaf og hann þurfti ekki að fara í þetta návígi. Hann mun missa núna af tveimur leikjum, auðveld leið út? Ég lét Tim Krul tala við Daryl og segja honum að róa sig, en hann gerði það ekki. Við verðum að hætta skjóta okkur sjálfa í fótinn."

„Við verðum að hætta segja að í næstu viku munum við gera eitthvað - það verður að gerast núna. Að missa tvo leikmenn hjálpar ekki. Næsti sólahringur verður athyglisverður, en við verðum að finna lausnir."

„Það var mikð líf í búningsherberginu í hálfleik og jafnvel meira eftir leikinn. Ég sagði öllum að hugsa aðeins og við munum vera með opnar umræður á mánudaginn. Það verður athyglisvert," sagði Carver að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×