Indiana Jones mun snúa aftur á hvíta tjaldið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. maí 2015 23:21 Harrison Ford fékk hlutverk Indiana Jones árið 1981 en myndinni var leikstýrt af Steven Spielberg. Aðdáendur Indiana Jones geta glaðst því Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfilms sem á höfundaréttinn af kvikmyndunum, staðfesti í samtali við Vanity Fair að fyrirtækið muni framleiða nýja mynd um fornleifafræðinginn. Kennedy sagðist ekki vita hvenær hún myndi koma út og að vinna við handrit væri ekki hafin. Í raun vantar fyrsta skrefið – að finna sögu og ævintýri fyrir Jones. Þetta er í fyrsta sinn sem framhald myndanna er staðfest þrátt fyrir að sögusagnir um nýja mynd hafi verið í umræðunni síðan 2012. Þá keypti Disney Lucasfilms fyrir 3 milljarða Bandaríkjadala og þar með réttinn að bæði Indiana Jones og Star Wars. Indiana Jones hefur notið mikilla vinsælda síðan karakterinn steig fram á sjónarsviðið í kvikmyndinni Raiders of the Lost Ark árið 1981. Í kjölfarið komu út fjórar kvikmyndir um Jones en persónan hefur líka komið fram í bókum, teiknimyndasögum, tölvuleikjum og á sjónvarpsskjánum. Eins og kunnugt er hefur hann oftast verið leikinn af Harrison Ford. Ford er nú 72 ára gamall og gæti fengið tækifæri til að leika Jones á nýjan leik. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Aðdáendur Indiana Jones geta glaðst því Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfilms sem á höfundaréttinn af kvikmyndunum, staðfesti í samtali við Vanity Fair að fyrirtækið muni framleiða nýja mynd um fornleifafræðinginn. Kennedy sagðist ekki vita hvenær hún myndi koma út og að vinna við handrit væri ekki hafin. Í raun vantar fyrsta skrefið – að finna sögu og ævintýri fyrir Jones. Þetta er í fyrsta sinn sem framhald myndanna er staðfest þrátt fyrir að sögusagnir um nýja mynd hafi verið í umræðunni síðan 2012. Þá keypti Disney Lucasfilms fyrir 3 milljarða Bandaríkjadala og þar með réttinn að bæði Indiana Jones og Star Wars. Indiana Jones hefur notið mikilla vinsælda síðan karakterinn steig fram á sjónarsviðið í kvikmyndinni Raiders of the Lost Ark árið 1981. Í kjölfarið komu út fjórar kvikmyndir um Jones en persónan hefur líka komið fram í bókum, teiknimyndasögum, tölvuleikjum og á sjónvarpsskjánum. Eins og kunnugt er hefur hann oftast verið leikinn af Harrison Ford. Ford er nú 72 ára gamall og gæti fengið tækifæri til að leika Jones á nýjan leik.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira