Enski boltinn

Ibe í sama klandri og Sterling

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ibe og Sterling gantast á æfingu.
Ibe og Sterling gantast á æfingu. Vísir/Getty
Jordan Ibe, leikmaður Liverpool, hefur nú dregist inn í mál Raheem Sterling, samherja síns, sem vakið hafa mikla athygli í enskum fjölmiðlum síðustu daga.

Nú hafa myndir verið birtar af Ibe þar sem hann sést reykja vatnspípu með Sterling. Myndirnar höfðu áður birst af Sterling sem og myndskeið af honum anda að sér hláturgasi úr blöðru.

Um löglega vímugjafa er að ræða en Sterling hefur engu að síður fengið mikla gagnrýni á sig vegna atvikanna. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur rætt við kappann og er ákvörðunar að vænta á fimmtudag hvort honum verði refsað af félaginu.

Nú er að sjá hvort að Ibe fái einnig tiltal frá Rodgers en atvikið átti sér stað fyrr á leiktíðinni, er þeir voru á bar í London. Rodgers sagði áður að hegðun Sterling væri ekki sæmandi fyrir íþróttamann.

Báðir hafa átt í viðræðum við Liverpool um nýjan samning en Sterling greindi frá því að hann hefði hafnað samningstilboði Liverpool. Sterling er 20 ára gamall og Ibe ári yngri.


Tengdar fréttir

Sterling: Snýst ekki um peninga

Raheem Sterling, framherji Liverpool, hefur mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur. Framherjanum unga hefur verið boðinn nýr samningur, en hann hefur ekki enn samþykkt hann. Það fellur misvel í kramið hjá stuðningsmönnum Liverpool.

Gary Neville: Sterling er hjá félagi sem mun hjálpa honum

Raheem Sterling var heldur betur í sviðsljósinu í gærkvöldi, því auk þess að skora fyrra mark Liverpool-liðsins í 2-0 sigri á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni þá birtust myndir af honum þar sem hafði tekið inn hláturgas.

Rodgers segir Sterling ekki vera á förum

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að Raheem Sterling, framherji liðsins, sé ekki á förum frá félaginu. Sterling var í athyglisverðu viðtali við BBC í gær þar sem hann greindi frá því að hann vilji vinna titla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×