Íslenski boltinn

Blikar fóru illa með Valsmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirssson skrifar
Ellert Hreinsson skoraði tvö marka Breiðabliks í kvöld.
Ellert Hreinsson skoraði tvö marka Breiðabliks í kvöld. Vísir/Ernir

Breiðablik er komið áfram í 8-liða úrslit Lengjubikarsins eftir 5-1 sigur á Val í Fífunni í kvöld. Staðan í hálfleik var 1-1.

Arnþór Ari Atlason kom Breiðabliki yfir með skoti af stuttu færi eftir sendingu Kristins Jónssonar.

Patrick Pedersen jafnaði svo metin fyrir Val áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Hann skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir Gunnleifur Gunnleifsson markvörður braut á Bjarna Ólafi Eiríkssyni.

Síðari hálfleikur var svo eign Blikanna. Höskuldur Gunnlaugsson kom heimamönnum yfir með skalla eftir hornspyrnu áður en Ellert Hreinsson skoraði tvö mörk í röð og breytti stöðunnií 4-1.

Fyrra markið skoraði hann með föstu skoti úr teignum og það síðara eftir að hafa tekið frábæran sprett upp völlinn og farið illa með vörn Valsmanna.

Höskuldur innsiglaði svo 5-1 sigur Blika með skoti úr teignum.

Breiðablik mætir Víkingi í undanúrslitunum á sunnudag klukkan 16.00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.