Fjallið í Íslandi í dag: Braut eitt sinn ljósabekk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. apríl 2015 08:21 Á laugardag hefst keppnin um sterkasta mann í heimi en meðal keppenda er Hafþór Júlíus Björnsson. Kepnnin að þessu sinni fer fram í Malasíu og í tilefni hennar var fjallað um Hafþór í Íslandi í dag. „Það eru ekki margir sem eru svona stórir sem nenna vinnunni við að vera í svipuðu formi og ég,“ segir Hafþór. „Þú verður að borða svo rosalega mikið og svo oft. Ég borða á tveggja til þriggja tíma fresti og inn á milli narta ég í hnetusmjör og möndlur.“ Allt í allt innbyrðir hann um 10.000 kalóríur á dag en meðalmaðurinn þarf á bilinu 2000 til 2500 kalóríur til að viðhalda sér. Það fylgir því að vera vel yfir tveir metrar á hæð og 180 kílógrömm að ýmsir hlutir sem öðrum þykja auðveldir geta verið bras fyrir Hafþór. Hann þarf til að mynda að passa sig upp á að brjóta ekki stóla sem hann situr á og eitt sinn varð hann fyrir því óláni að brjóta ljósabekk. Kraftajötnaferill Hafþórs hófst í raun fyrir slysni fyrir sex árum. Þangað til hafði hann æft körfubolta en ákvað skyndilega að taka þátt í Vestfjarðavíkingnum. Faðir Hafþórs rifjar upp þegar Hafþór kom til hans einn morguninn og bað hann um að skutla sér í rútu vestur. Hann ætlaði að taka þátt ef það væri pláss. „Og síðan var ekki aftur snúið,“ segir Björn Þór Reynisson, faðir hans.Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Félagar Hafþórs, þeir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson, verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur "Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr Vignisson. 16. apríl 2015 21:46 Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 Fjallið pantaði sjö heila kjúklinga Peter Dinklage sagði "sanna sögu“ af Hafþóri í Daily show í Bandaríkjunum í gær. 8. apríl 2015 16:33 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
Á laugardag hefst keppnin um sterkasta mann í heimi en meðal keppenda er Hafþór Júlíus Björnsson. Kepnnin að þessu sinni fer fram í Malasíu og í tilefni hennar var fjallað um Hafþór í Íslandi í dag. „Það eru ekki margir sem eru svona stórir sem nenna vinnunni við að vera í svipuðu formi og ég,“ segir Hafþór. „Þú verður að borða svo rosalega mikið og svo oft. Ég borða á tveggja til þriggja tíma fresti og inn á milli narta ég í hnetusmjör og möndlur.“ Allt í allt innbyrðir hann um 10.000 kalóríur á dag en meðalmaðurinn þarf á bilinu 2000 til 2500 kalóríur til að viðhalda sér. Það fylgir því að vera vel yfir tveir metrar á hæð og 180 kílógrömm að ýmsir hlutir sem öðrum þykja auðveldir geta verið bras fyrir Hafþór. Hann þarf til að mynda að passa sig upp á að brjóta ekki stóla sem hann situr á og eitt sinn varð hann fyrir því óláni að brjóta ljósabekk. Kraftajötnaferill Hafþórs hófst í raun fyrir slysni fyrir sex árum. Þangað til hafði hann æft körfubolta en ákvað skyndilega að taka þátt í Vestfjarðavíkingnum. Faðir Hafþórs rifjar upp þegar Hafþór kom til hans einn morguninn og bað hann um að skutla sér í rútu vestur. Hann ætlaði að taka þátt ef það væri pláss. „Og síðan var ekki aftur snúið,“ segir Björn Þór Reynisson, faðir hans.Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Félagar Hafþórs, þeir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson, verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur "Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr Vignisson. 16. apríl 2015 21:46 Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 Fjallið pantaði sjö heila kjúklinga Peter Dinklage sagði "sanna sögu“ af Hafþóri í Daily show í Bandaríkjunum í gær. 8. apríl 2015 16:33 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur "Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr Vignisson. 16. apríl 2015 21:46
Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00
Fjallið pantaði sjö heila kjúklinga Peter Dinklage sagði "sanna sögu“ af Hafþóri í Daily show í Bandaríkjunum í gær. 8. apríl 2015 16:33