Lífið

Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Pivot og Sky Atlantic munu framleiða aðra þáttaröð af Fortitude. Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði. Síðasti þáttur fyrstu þáttarraðarinnar verður sýndur í kvöld.

„Strax frá fyrsta þætti tóku áhorfendur vel í heiminn sem Simon Donald skapaði en þar takast mennirnir og náttúran á með skelfilegum afleiðingum,“ segir Kent Rees hjá Pivot. Þættirnir hafa verið sýndir á sjónvarpsstöðvum um allan heim og eru vinsælustu þættir söluaðilans, Sky Vision, frá upphafi.

Meðal leikara í fyrstu þáttaröðinni má nefna Stanley Tucci, Michael Gambon, Sofie Grabo, Richard Domer og Christopher Eccleson.

Íslendingurinn Ben Frost sá um að semja tónlist fyrir fyrstu þáttaröðina.


Tengdar fréttir

Starfstengt lúxusvandamál að ferðast um jarðkringluna

Tónlistarmaðurinn Ben Frost heldur tónleika á Húrra í kvöld. Í fyrra lék hann á yfir sjötíu tónleikum víðs vegar um heiminn á aðeins fjórum mánuðum. Væri það möguleiki myndi hann dveljast meira hér heima.

Þurftu að flytja inn snjó til Íslands

Framleiðendur þáttanna Fortitude voru stærstu innflytjendur gervisnjós árið 2014 en þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×