Sport

Conor ögraði Aldo í Toronto

Það er farið að hitna í kolunum á milli Írans Conor McGregor og Brasilíumannsins Jose Aldo í auglýsingaferðalagi þeirra.

Er þeir voru í Toronto þá gerði Conor það sem aldo hafði bannað. Hann snerti hann. Nuddaði aðeins á honum öxlina og náði að reita hann til reiði.

Á blaðamannafundi í verslunarmiðstöð fór hann svo enn nær Aldo en áður og reiðin í augum Aldo leyndi sér ekki.

Næst er það London og svo loks heimabær McGregor, Dublin, en þá mun líklega sjóða upp úr.

Nýjasta þáttinn af Embedded má sjá hér að ofan.

MMA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.