Sport

Conor McGregor í Vegas: „Ég er að æfa en hann er að spila borðtennis“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Annar þáttur af Embedded, netþáttaöðinni um kynningaferð Conors McGregors og Jose Aldo um bardaga þeirra 11. júlí, er kominn út.

Í fyrsta þætti lét írski Íslandsvinurinn Conor öllum illum látum í Ríó þar sem hann reif í sundur mynd af Aldo og gerði allt vitlaust á blaðamannafundi.

Vélbyssukjafturinn er öllu rólegri í nýja þættinum þar sem kapparnir eru mættir til Las Vegas. Conor pantar sér heilsusamlegan og næringaríka máltíð og horfir á UFC-bardagakvöld með æfingafélaga sínum.

Aldo, sem er ríkjandi heimsmeistari í fjaðurvigt og ósigraður í MMA, spilar borðtennis og billjarð með sínum æfingafélaga.

Þátturinn endar á æfingu hjá Conor þar sem hann minnir aðeins á hvað hann er skemmtilegur þegar hann opnar munninn.

„Ég er hérna að æfa til miðnættis því ég vil beltið. Aldo er að spila borðtennis. Ég er ekkert að grínast. Ég er búinn að segja honum það,“ segir Conor McGregor.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.