"Mínir möguleikar, mitt val“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2015 10:42 Jóna María og Birta dóttir hennar til hægri. Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis er í dag. Hann er haldinn hátíðlegur í sjötta sinn á Íslandi en hann er til þess fallinn að auka vitund fólks á heilkenninu. Tilgangur hátíðarhaldanna er að vekja almenning til vitundar um Downs-heilkenni, standa vörð um margbreytileika mannlífsins og fagna fjölbreytileikanum. Um það bil eitt af hverjum átta hundruð börnum sem fæðast er með Downs heilkenni, en það er litningafrávik sem veldur þroskahömlum. Jóna María Ásmundsdóttir er formaður Félags áhugamanna um Downs. „Hann er haldinn í dag til að vekja athygli á Downs-heilkenni og er haldinn í dag þar sem þau eru með þrjá litninga á litningi númer 21. Þess vegna er dagsetningin 21.03 en hún vísar í litninginn,“ segir Jóna María. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim og lýstu Sameinuðu þjóðirnar yfir því árið 2012 að dagurinn hefði það að markmiði að auka skilning á Downs-heilkenninu og minnka aðgreiningu þeirra einstaklinga sem eru með heilkennið. Einkunnarorð dagsins eru: Mínir möguleikar, mitt val. Þrjátíu og níu þjóðir víðs vegar um heiminn hafa tileinkað sér þessi einkunnarorð og bjuggu til myndband þess efnis. „Það var gert myndband hjá Alþjóðasamtökum og fyrir Íslands hönd tóku þátt Jóhann Fannar Kristjánsson og Guðbergur Rósi Kristjánsson, en það má nálgast á heimasíðunni okkar Downs.is. Þar er fólk með Downs að lýsa því sem þau eru að gera í lífinu, hvað þau eru að gera, því það á ekki að ákveða fyrir þau sjálf hvað þau eru að gera heldur eiga þau að velja það sjálf. Þau eru að vekja athygli á því að það eiga allir að fá að stjórna lífi sínu sjálfir,“ segir Jóna. Í tilefni dagsins ætla einstaklingar hér á landi með Downs, fjölskyldur þeirra og vinir að koma saman á Grand hótel og gera sér glaðan dag. Í boði verða kökur og kræsingar og mætir leikhópurinn Lotta á svæðið og skemmtir viðstöddum. „Við vonumst til þess að fólk fræði sig um daginn og veki athygli á heilkenninu. Það er okkur mjög mikilvægt, að fólk kynni sér málin og fagni fjölbreytileikanum,“ segir Jóna María að lokum.Jóhann Fannar og Guðbergur: Alþjóðlegt myndband Downs. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis er í dag. Hann er haldinn hátíðlegur í sjötta sinn á Íslandi en hann er til þess fallinn að auka vitund fólks á heilkenninu. Tilgangur hátíðarhaldanna er að vekja almenning til vitundar um Downs-heilkenni, standa vörð um margbreytileika mannlífsins og fagna fjölbreytileikanum. Um það bil eitt af hverjum átta hundruð börnum sem fæðast er með Downs heilkenni, en það er litningafrávik sem veldur þroskahömlum. Jóna María Ásmundsdóttir er formaður Félags áhugamanna um Downs. „Hann er haldinn í dag til að vekja athygli á Downs-heilkenni og er haldinn í dag þar sem þau eru með þrjá litninga á litningi númer 21. Þess vegna er dagsetningin 21.03 en hún vísar í litninginn,“ segir Jóna María. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim og lýstu Sameinuðu þjóðirnar yfir því árið 2012 að dagurinn hefði það að markmiði að auka skilning á Downs-heilkenninu og minnka aðgreiningu þeirra einstaklinga sem eru með heilkennið. Einkunnarorð dagsins eru: Mínir möguleikar, mitt val. Þrjátíu og níu þjóðir víðs vegar um heiminn hafa tileinkað sér þessi einkunnarorð og bjuggu til myndband þess efnis. „Það var gert myndband hjá Alþjóðasamtökum og fyrir Íslands hönd tóku þátt Jóhann Fannar Kristjánsson og Guðbergur Rósi Kristjánsson, en það má nálgast á heimasíðunni okkar Downs.is. Þar er fólk með Downs að lýsa því sem þau eru að gera í lífinu, hvað þau eru að gera, því það á ekki að ákveða fyrir þau sjálf hvað þau eru að gera heldur eiga þau að velja það sjálf. Þau eru að vekja athygli á því að það eiga allir að fá að stjórna lífi sínu sjálfir,“ segir Jóna. Í tilefni dagsins ætla einstaklingar hér á landi með Downs, fjölskyldur þeirra og vinir að koma saman á Grand hótel og gera sér glaðan dag. Í boði verða kökur og kræsingar og mætir leikhópurinn Lotta á svæðið og skemmtir viðstöddum. „Við vonumst til þess að fólk fræði sig um daginn og veki athygli á heilkenninu. Það er okkur mjög mikilvægt, að fólk kynni sér málin og fagni fjölbreytileikanum,“ segir Jóna María að lokum.Jóhann Fannar og Guðbergur: Alþjóðlegt myndband Downs.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira