Innlent

Vél á vegum NASA í Keflavík

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vélin sem um ræðir. Hún er af gerðinni Earth Resources 2 (ER-2) og er útbúin fullkomnum mælitækjum.
Vélin sem um ræðir. Hún er af gerðinni Earth Resources 2 (ER-2) og er útbúin fullkomnum mælitækjum. mynd/nasa
Vísindamenn á vegum NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar, eru staddir hér á landi til að mæla áhrif loftlagsbreytinga á jöklum í Grænlandi. Við mælingarnar er notuð sérútbúin rannsóknarflugvél af gerðinni ER-2, sem hönnuð er til að fljúga í hárri lofthæð og útbúin er fullkomnum mælitækjum.

Vélin verður hér á landi í að minnsta kosti mánuð og er stödd á gamla varnarsvæðinu í Keflavík. Henni er flogið nokkrum sinnum í viku, eða þegar veðurskilyrði eru hagstæð. Vélinni var meðal annars flogið í dag en von er á henni síðdegis. Henni er flogið í um 60-70 þúsund feta hæð og er flugmaðurinn því klæddur í þar til gerðan geimbúning.

Vísindamennirnir komu síðast hingað til lands árið 2012. Þá mældu þeir nákvæmni mælitækis sem nefnist MABEL (Multiple Altimeter Beam Experiment Lidar). Það er hluti af þróunarferli sambærilegs mælitækis sem verður hluti af IceSat-2, gervihnetti frá NASA, sem verður loftsettur árið 2016 og ætlað er að fylgist með umhverfis og loftlagsbreytingum. Þá mun verkefnið styðja við rannsóknir á loftlasgsbreytingum með þróun betri aðferða við að mæla bráðnun heimskautaíss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×