Enski boltinn

Valencia baðst afsökunar á skammarlega varnarleiknum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Antonio Valencia spilaði illa.
Antonio Valencia spilaði illa. vísir/getty
Antonio Valencia, leikmaður Manchester United, átti ekki góðan leik á mánudagskvöldið þegar United var slegið úr enska bikarnum.

United tapaði, 2-1, fyrir Arsenal og átti Valencia stóran þátt í báðum mörkum gestanna sem eru komnir í undanúrslitin á Wembley.

Sjá einnig:Keane: Varnarleikur Valencia og Blind til háborinnar skammar | Myndband

Valencia var illa staðsettur í fyrra markinu sem Alex Oxlade-Chamberlain lagði upp fyrir Nacho Monreal og þá bar Ekvadorinn nær alla ábyrgð á seinna markinu sem Danny Welbeck skoraði.

Eftir leik birti Valencia þrjár myndir frá leiknum á Instagram-síðu sinni og baðst afsökunar á frammistöðu sinni.

„Ég vil biðja samherja mína afsökunar sem og stuðningsmenn Manchester United. Á morgun kemur nýr dagur og þá heldur maður áfram að vinna,“ skrifaði Valencia og endurtók orðin á spænsku.

Nacho Monreal skorar fyrra markið: Danny Welbeck skorar það síðara:

Tengdar fréttir

Van Gaal: Við töpuðum þessum leik sjálfir

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, vinnur ekki titil á sínu fyrsta ári hjá félaginu en það er ljóst eftir að Arsenal sló United út úr enska bikarnum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×