Enski boltinn

Eiður og Aron í sigurliði | Pennant sá um Kára og félaga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eiður spilaði í sigri Bolton.
Eiður spilaði í sigri Bolton. Vísir/Getty
Íslendingarnir fjórir voru allir í byrjunarliði sinna liða í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Heil umferð fór fram í deildinni í dag.

Eiður Smári og félagar unnu góðan 2-0 sigur á Millwall á heimavelil. Adem Le Fondre skoraði fyrra markið og Eiður Smári Guðjohnsen átti þátt í því síðara sem Le Fondre skoraði einnig, en Eiður spilaði allan leikinn.

Bolton er eftir sigurinn í 16. sæti deildarinnar með 44 stig, en Millwall er í veseni; í 23. sæti með 31 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson var í liði Charlton sem tapaði heima gegn Blackburn Rovers. Jordan Rhodes og Craig Conway skoruðu mörk Blackburn, en Yoni Buyens minnkaði muninn fyrir Charlton. Charlton er í 12. sætinu eftir leiki dagsins.

Aron Einar var kominn aftur í byrjunarlið Cardiff eftir meiðsli sem vann afar góðan sigur á Brentford. Brentford var fyrir leikinn í sjötta sætinu, en með sigrinum skaust Cardiff upp í fjórtánda sætið.

Að lokum töpuðu Kári Árnason og félagar á heimavelli fyrir Wigan Athletic. Fyrrum leikmaður Liverpool, Jermaine Pennant, skoraði bæði mörk Wigan. Rotherham í 20. sæti deildarinnar.

Öll úrslit dagsins:

Middlesbrough - Ipswich 4-1

Bournemouth - Blackpool 4-0

Birmingham - Huddersfield 1-1

Bolton - Millwall 2-0

Brentford - Cardiff 1-2

Brihton - Wolves 1-1

Charlton - Blackburn 1-3

Leeds - Notingham Forest 0-0

Norwich - Derby 1-1

Rotherham - Wigan 1-2

Sheffield - Fulham 1-1

Watford - Reading 4-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×