Enski boltinn

Mourinho: Mjög fáir sem geta borið sig saman við mig

Anton Ingi Leifsson skrifar
"Ancelotti er með... þrjá Meistaradeildartitla."
"Ancelotti er með... þrjá Meistaradeildartitla." vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segist vera stoltur yfir því hversu fáir stjórar í heiminum geta borið sig saman við hans árangur. Þessi 52 ára gamli stjóri hefur unnið tvo Evróputitla og sjö landstitla með Porto, Inter Milan, Real Madrid og Chelsea.

„Ánægja mín er fyrst og fremst þegar ég ber mig saman við aðra. Ég sé mjög fáa sem geta borið sig saman við minn árangur. Og hinir? Þar sé ég risa stóran mun, risa mun,” sagði kokhraustur Jose Mourinho að vanda.

„Ég ber fulla virðingu fyrir öllum þjálfurum, en í ensku úrvalsdeildinni núna, hverjir hafa unnið titil í Evrópukeppni? Ég og Louis van Gaal. Af þeim sem þjálfa núna; hverjir hafa unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar eða oftar? Ég og Wenger,” sagði Mourinho og var ekki hættur:

„Hversu margir hafa unnið allar keppnir í þessu landi? Þú ferð til Evrópu, hversu margir hafa unnið sjö deildartitla? Hversu margir hafa unnið tvo Meistaradeildartitla? Carlo Ancelotti vann þrisvar, Van Gaal og Guardiola tvisvar,” en Mourinho hefur unnið þá keppni tvisvar.

Hér að neðan má sjá árangur Jose Mourinho í heiminum, en taflan er tekin af vef BBC. Chelsea spilar við Southampton í dag, en leikurinn hefst klukkan 13:30 og er í þráðbeinni á Stöð 2 Sport 2/HD.

Jose Mourinho: Evrópukeppnir x 2 (Inter Milan 2010, Porto 2004), deildatitlar x 7 (Chelsea 04-05, 05-06, Real Madrid 11-12, Inter Milan 08-09, 09-10, Porto 02-03, 03-04)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×