Enski boltinn

Balotelli segir gagnrýnendum sínum að halda kjafti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Balotelli birti í dag stutt myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hann sendir gagnrýnendum sínum tóninn.

„Þekkirðu mig? Hefur þú talað við mig í eigin persónu? Veist hvað ég hef gengið í gegnum á minni lífsleið? Þú sást mig bara spila fótbolta á vellinum. Maður - haltu kjafti!“

Balotelli gekk í raðir Liverpool í sumar frá AC Milan og hefur skorað fjögur mörk í 24 leikjum með liðinu til þessa. Hann hefur þegar komið sér í vandræði fyrir færslur sínar á Instagram-síðunni sinni í vetur en hann baðst síðar afsökunar á því.

For those with an easy judge without knowing s*** about others. Good night. #idowhatiwant-remember!

A video posted by Mario Balotelli (@mb459) on


Tengdar fréttir

Hverjum er svona illa við Balotelli?

Mario Balotelli stóðst ekki freistinguna um að senda "falin" skilaboð eftir að hann fékk ekkert að spila í 2-0 sigri Liverpool á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Gylfi fær ekki að taka á Balotelli í kvöld

Ítalski framherjinn Mario Balotelli verður ekki með Liverpool í kvöld þegar liðið heimsækir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea City í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×