Enski boltinn

Bann Matic stytt um einn leik

Matic var mjög reiður og fær hér rauða spjaldið hjá Martin Atkinson dómara.
Matic var mjög reiður og fær hér rauða spjaldið hjá Martin Atkinson dómara. vísir/getty
Aganefnd enska knattspyrnusambandsisn hefur stytt bann Nemanja Matic, leikmanns Chelsea, um einn leik.

Matic fékk að líta rauða spjaldið í leik Chelsea og Burnley um síðustu helgi. Hann þótti sýna ofsafengin viðbrögð sem var reyndar skiljanlegt í ljósi þess að Ashley Barnes, leikmaður Burnley, var næstum búinn að binda enda á feril hans með skelfilegri tæklingu.

Matic fékk upprunalega þriggja leikja bann en þarf nú að vera í banni í tveimur leikjum.

Hann mun missa af er úrslitaleiknum í deildabikarnum gegn Tottenham um næstu helgi sem og leiknum gegn West Ham í deildinni í næstu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×