Enski boltinn

Það þarf að senda Atkinson í frí

Atkinson er hér að henda Matic af velli.
Atkinson er hér að henda Matic af velli. vísir/getty
Fyrrum yfirmaður dómaramála á Englandi, Keith Hackett, segir að dómarinn Martin Atkinson þurfi á fríi að halda.

Atkinson átti mjög slakan leik er hann dæmdi viðureign Chelsea og Burnley. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði að Atkinson hefði klikkað á fjórum lykilákvörðunum í leiknum.

Þetta var 32. leikurinn hjá Atkinson á tímabilinu og hann kom tæpum 72 tímum eftir að hann dæmdi leik Real Madrid og Schalke í Meistaradeildinni. Það hefur enginn dæmt fleiri leiki en Atkinson í vetur.

„Meistaradeildarleikir taka á. Martin hefði átt að fá meiri tíma til þess að hvíla sig," sagði Hackett.

„Þetta var ein versta frammistaða sem ég hef séð hjá dómara lengi og ég finn til með Matic sem var rekinn af velli. Hann var að bregðast við tæklingu sem hefði getað endað feril hans. Það þarf að senda Martin á hótel þar sem hann getur verið í fríi. Sama og gert var með Raheem Sterling."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×