Innlent

Samningafundi frestað til föstudags

Verkfallasaðgerðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu hafist eftir átta vikur náist ekki árangur við samningaborðið.
Verkfallasaðgerðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu hafist eftir átta vikur náist ekki árangur við samningaborðið.
Fyrsti samningafundur samninganefndar Starfsgreinasambandsins með fulltrúum atvinnulífsins sem átti að vera í gær en var frestað vegna veðurs, verður á föstudag samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ríkissáttasemjara.

Himinn og hafi skilur að kröfur Starfsgreinasambandsins og þess sem Samtök atvinnulífsins eru tilbúin að semja um. Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins hefur sagt að félagsmenn þess séu byrjaðir að undirbúa verkfallsaðgerðir en ekki verði vikið frá kröfum um verulegar kauphækkanir.

Því megi búast við verkfallsaðgerðum öðru hvoru megin við páska gefi atvinnurekendur ekki eftir, en páskarnir eru í fyrstu viku aprílmánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×