Innlent

Stjórnendur í ríkisrekstri telja sig njóta mikils sjálfstæðis í starfi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Könnunin var gerð hér á landi í fyrra, en hún hefur verið lögð fyrir æðstu stjórnendur í tuttugu Evrópuríkjum. Farið var yfir niðurstöður könnunarinnar á fundi í Háskóla Íslands í morgun.
Könnunin var gerð hér á landi í fyrra, en hún hefur verið lögð fyrir æðstu stjórnendur í tuttugu Evrópuríkjum. Farið var yfir niðurstöður könnunarinnar á fundi í Háskóla Íslands í morgun. vísir/gva
Stjórnendur í ríkisrekstri á Íslandi njóta mikils sjálfstæðis í starfi, s.s við val, mótun og innleiðingu stefnu sem og almennt í starfsmannamálum, samanborið við stjórnendur í Evrópu. Þegar kemur að mikilvægi umbóta leggja stjórendnru mesta áherslu á gegnsæja og opna stjórnsýslu, rafræna stjórnsýslu, niðurskurð og að draga úr áhrifum skrifræðis á skilvirkni.

Þetta eru niðurstöður í alþjóðlegu COCOPS könnuninni á skoðunum og reynslu opinberra stjórnenda á Íslandi í tenslum við umbætur í ríkisrekstrinum. Frá þessu er greint á vef fjármálaráðuneytisins.

Könnunin var gerð hér á landi í fyrra, en hún hefur verið lögð fyrir æðstu stjórnendur í tuttugu Evrópuríkjum. Farið var yfir niðurstöður könnunarinnar á fundi í Háskóla Íslands í morgun.

Þar kom fram að á meðal annarra niðurstaðna könnunarinnar sé að rétt um fjórðungur stjórnenda í ríkisrekstrinum telji að gæði opinberrar stjórnsýslu hafi þróast í átt til betri vegar á síðustu fimm árum. Um helmingur telur að hlutirnir hafi staðið í stað á meðan um fjórðungur telur að stórnsýslan hafi versnað.

Á fundinum í morgun greindi Pétur Berg Matthíasson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, frá helstu niðurstöðum könnunarinnar og bar saman svör stjórnenda á Íslandi við svör evrópskra stjórnenda. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ fjallaði umbótaviðleitni og árangur stjórnsýsluumbóta í Evrópu út frá svörum stjórnenda, en lesa má nánar um niðurstöðurnar á vef fjármálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×