Innlent

550 milljónir til sóknaráætlana landshluta

Atli Ísleifsson skrifar
Skrifað var undir samningana fyrr í dag.
Skrifað var undir samningana fyrr í dag. Mynd/ Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Skrifað var undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015 til 2019 í dag.

Fyrir hönd ríkisins skrifuðu undir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifuðu undir samningana fyrir hönd ríkisins, en formenn eða framkvæmdarstjóra landshlutana átta, fyrir þeirra hönd.

Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að nokkur reynsla sé komin af sóknaráætlunum landshluta enda hafa þær verið við líði í þrjú ár í núverandi formi. „Nú er verið að sameina í einn samning verkefnin sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamninga og menningarsamninga. Heildarupphæð samningana ríflega 550 milljónir króna en til viðbótar mun mennta- og menningarmálaráðuneytið leggja til fjármagn til áframhaldandi reksturs menningarmiðstöðva á Austurlandi og Suðurlandi og einnig munu nokkrar sértækar fjárveitingar renna inn í sóknaráætlanir einstakra landshluta.

Sóknaráætlanir fela í sér mikla nýbreytni í opinberri stjórnsýslu þar sem verið er að færa aukna ábyrgð á útdeilingu fjármagns til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Jafnframt er verið að einfalda framlög til einstakra landshluta, gera þau gegnsærri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlutlægum mælikvörðum varðandi stöðu svæðisins.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×