Enski boltinn

John Terry vonast eftir nýjum samningi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea og Martin Skrtel hjá Liverpool.
John Terry, fyrirliði Chelsea og Martin Skrtel hjá Liverpool. Vísir/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, er orðinn 34 ára gamall en það er ekki að sjá mikið á leik hans að hann sé að eldast. Terry sjálfur vill fá nýjan samning hjá enska félaginu.

Samningur John Terry og Chelsea rennur út í sumar en miðvörðurinn hefur verið í byrjunarliðinu í 34 af 39 leikjum Chelsea á leiktíðinni og knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hefur ítrekað hrósað honum.

„Við höfum ekkert talað saman ennþá en félagið veit um mína afstöðu. Vonandi fær ég að vita um afstöðu þeirra og við getum þá gengið frá þessu," sagði John Terry við Sky Sports.

„Það eru mikilvægari samningar sem þarf að ganga frá. Eden Hazard var að skrifa undir nýjan samning og að mínu mati var það allra mikilvægast fyrir félagið," sagði Terry.

„Ég vil vera áfram og vonandi er frammistaðan mín að sína það og sanna. Þeir geta haldið mér," sagði Terry.

 

John Terry framlengdi samning sinn um eitt ár í fyrra en skrifaði ekki undir nýja samninginn fyrr en nokkrum dögum áður en sá gamli rann út.

„Ég verð mjög ánægður með að fá eitt ár í viðbót og sjá síðan til. Ég tek eitt ár í einu. Ég hef ekki mikið val," sagði Terry sem hefur ekki misst mikið úr á leiktíðinni.

„Ég þarf enga hvíld. Ég er að nálgast endi ferilsins og tel mikilvægt að spila eins mikið og ég get," sagði John Terry sem hefur spilað yfir 600 leiki fyrir félagið. Hann lék sinn fyrsta leik árið 1998 og hefur verið fyrirliði liðsins frá árinu 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×