Senegalflúran tekin að streyma á markað Svavar Hávarðsson skrifar 5. febrúar 2015 10:06 Starfsmenn Stolt Sea Farm sendu í vikunni frá sér fyrstu kílóin á markað. Mynd/Halldór „Þetta er stórt skref fyrir okkur og hálfgerður hátíðisdagur,“ segir Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi. Starfsmenn fyrirtækisins slátruðu á miðvikudag og sendu á markað fyrstu 500 kílóin af flatfiskinum senegalflúru sem hefur verið alin í eldisstöð fyrirtækisins á Reykjanesi. Eldisstöðin er staðsett í hrauninu við Reykjanesvirkjun og nýtir kælivatn orkuvers HS Orku til að ala þessa hlýsjávarfisktegund sem lifir helst við strendur Miðjarðarhafslanda, en frá Afríku teygir tegundin sig að ströndum Frakklands. Fyrstu seiðin komu í hús 21. ágúst 2013 og slátrunin nú var afrakstur þess. Mjór er mikils vísir því Halldór segir að vikulega verði slátrað og selt tíu til fimmtán tonn á viku til útlanda; helst Evrópulanda en einnig Bandaríkjanna. „Eins og staðan er í dag þá stefnum við á 500 til 550 tonna framleiðslu á ári,“ segir Halldór en það er nákvæmlega það magn af fiski sem áætlað var að framleiða eftir að fyrsti áfangi verksmiðjunnar var risinn. Verksmiðjan starfar nú á um 22.000 fermetrum en öðrum áfanga uppbyggingarinnar verður lokið 2018. Þá verður verksmiðjan 75.000 fermetrar að stærð. Eldisfiskurinn sem um ræðir er verðmætur og afar eftirsóttur hjá matgæðingum um allan heim, enda sitja fínni veitingahús um flúruna. Heill og óunninn frá Stolt Sea Farm er hann seldur á um 12 til 13 evrur kílóið – eða um 2.000 krónur íslenskar. Sú tala er margföld á markaði erlendis eða á diski veitingahúsagesta. Í kerjum stöðvarinnar eru í dag um 200 tonn í heildina, en þegar stöðin er fullbyggð verða alin þar tvö þúsund tonn á ári. En hvað um íslenska neytendur og matgæðinga, fá þeir tækifæri til að kaupa þennan framandi flatfisk? „Við viljum alveg endilega koma okkar fiski á íslenskan markað. Það er mikið spurt og það væri verulega gaman að geta selt þetta góðgæti í gegnum einhvern aðila hérna heima á Íslandi og ekki síst góða veitingastaði sem vilja prófa,“ segir Halldór. Í dag starfa ríflega tuttugu manns í eldisstöðinni og fjölgar á næstunni. Þegar verksmiðjan er fullbyggð munu þar starfa 50 til 60 manns. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
„Þetta er stórt skref fyrir okkur og hálfgerður hátíðisdagur,“ segir Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi. Starfsmenn fyrirtækisins slátruðu á miðvikudag og sendu á markað fyrstu 500 kílóin af flatfiskinum senegalflúru sem hefur verið alin í eldisstöð fyrirtækisins á Reykjanesi. Eldisstöðin er staðsett í hrauninu við Reykjanesvirkjun og nýtir kælivatn orkuvers HS Orku til að ala þessa hlýsjávarfisktegund sem lifir helst við strendur Miðjarðarhafslanda, en frá Afríku teygir tegundin sig að ströndum Frakklands. Fyrstu seiðin komu í hús 21. ágúst 2013 og slátrunin nú var afrakstur þess. Mjór er mikils vísir því Halldór segir að vikulega verði slátrað og selt tíu til fimmtán tonn á viku til útlanda; helst Evrópulanda en einnig Bandaríkjanna. „Eins og staðan er í dag þá stefnum við á 500 til 550 tonna framleiðslu á ári,“ segir Halldór en það er nákvæmlega það magn af fiski sem áætlað var að framleiða eftir að fyrsti áfangi verksmiðjunnar var risinn. Verksmiðjan starfar nú á um 22.000 fermetrum en öðrum áfanga uppbyggingarinnar verður lokið 2018. Þá verður verksmiðjan 75.000 fermetrar að stærð. Eldisfiskurinn sem um ræðir er verðmætur og afar eftirsóttur hjá matgæðingum um allan heim, enda sitja fínni veitingahús um flúruna. Heill og óunninn frá Stolt Sea Farm er hann seldur á um 12 til 13 evrur kílóið – eða um 2.000 krónur íslenskar. Sú tala er margföld á markaði erlendis eða á diski veitingahúsagesta. Í kerjum stöðvarinnar eru í dag um 200 tonn í heildina, en þegar stöðin er fullbyggð verða alin þar tvö þúsund tonn á ári. En hvað um íslenska neytendur og matgæðinga, fá þeir tækifæri til að kaupa þennan framandi flatfisk? „Við viljum alveg endilega koma okkar fiski á íslenskan markað. Það er mikið spurt og það væri verulega gaman að geta selt þetta góðgæti í gegnum einhvern aðila hérna heima á Íslandi og ekki síst góða veitingastaði sem vilja prófa,“ segir Halldór. Í dag starfa ríflega tuttugu manns í eldisstöðinni og fjölgar á næstunni. Þegar verksmiðjan er fullbyggð munu þar starfa 50 til 60 manns.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira