Lífið

Sverrir Guðnason tilnefndur til menningarverðlauna

Samúel Karl Ólason skrifar
Sverrir Guðnason, leikari.
Sverrir Guðnason, leikari. Vísir/Stefán
Leikarinn Sverrir Guðnason hefur verið tilnefndur til menningarverðlauna Dagens Nyheter. Þetta kemur fram á vef miðilsins þar sem ástæða tilnefningarinnar er sögð vera að augu áhorfanda dragast að honum. Þá hvort sem hann leikur sambandsfælinn mann í „My so-called Dad, sjálfs eyðileggjandi mann í myndinni „Gentlemen“ eða fyrrum hokkíspilara í „Flugparken“.

Þá segir að hann skapi sérstaka orku í hverju atriði sem hann sjáist í.

Sverrir var í síðasta mánuði valinn besti leikari í aðalhlutverki á sænsku kvikmyndaverðlaununum. Þau verðlaun hlaut hann fyrir leik sinn í myndinni „Flugparken“.

Það var í annað sinn sem Sverrir er verðlaunaður á Guldbaggen-hátíðinni en í fyrra var hann valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í stórmyndinni Monica Z.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×