Innlent

Skíðasvæði opin víða um land

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Nú líta eflaust margir til fjalla og þykir eflaust vera góð færð fyrir skíðamennsku, en skíðasvæði eru opin á Ísafirði, Siglufirði og í Dalvík hið minnsta.

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar er opið í báðum dölum. Í Tungudal er opið milli klukkan 10 og 16 og á Seljalandsdal er opið frá klukkan ellefu.

„Frábært færi og óhætt að segja að fjölmargir skemmtu sér konunglega á skíðum í gær.“

Skíðasvæðið á Dalvík er opið og þar eru snjóbyssurnar í gangi.

„Við viljum benda gestum okkar á það að við erum en þá  með snjóbyssurnar í gangi og mikill nýr snjór hefur komið úr byssunum í brekkurnar sem að eftir er að vinna því er ekki full breidd í öllum brekkum,“ segir í tilkynningu frá Dalvík.

Á Siglufirði er opið frá klukkan ellefu til fjögur „í því bezta færi sem hefur verið á þessum vetri, WSW gola, frost 5-7 stig og heiðskírt. Troðinn þurr snjór.“

Skíðasvæðið í Tindastól verður opið í dag.

„Hér er frábært veður frost 8.5c og nánast logn 2 metrar á sek. Það er mikill og góður snjór þó svo færið sé hart. Göngubrautin er troðin nú er tilvalið fyrir fjölskylduna að drífa sig út í góðaveðrið.“

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið í dag frá klukkan tíu til fjögur. Klukkan átta var logn og níu stiga frost og fínt færi en frekar hart. Þar eru tólf opnar skíðaleiðir og þar af voru átta troðnar í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×