Innlent

„Sólskinsstundir hafa verið sérstaklega fáar“

Birgir Olgeirsson skrifar
Sólin lét loksins sjá sig í Reykjavík um hádegið í dag.
Sólin lét loksins sjá sig í Reykjavík um hádegið í dag. Vísir/Pjetur
„Sólskinsstundir hafa verið sérstaklega fáar,“ segir Trausti Jónsson, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofu Íslands, um tíðarfar nú janúar en mörgum hefur þótt þessi byrjun á janúarmánuðinum ekki upp á marga fiska á höfuðborgarsvæðinu. Til að mynda var þung færð í höfuðborginni í morgun og í gær en það birtir alltaf til líkt og skáldið sagði og lét sólin loks sjá sig nú í hádeginu í Reykjavík. 

„Það er samt nú þannig að það sé ekki beinlínis hægt að tala um kulda ennþá en hitinn er rétt undir meðallagi. Það var sérstaklega hlýtt í janúar bæði í fyrra og hitt í fyrra. Það var nú ekki eðlilegt,“ segir Trausti. Hann segir snjóinn hafa verið þrálátari í desember og til marks um það alhvítir dagar fleiri en venjulega í desember. Þetta á einnig við nú í janúar en Trausti segir allt of snemmt að úttala sig um tíðarfarið nú þegar aðeins tólf dagar eru liðnir í janúar.

„Meðalhitinn er -0,5 stig í Reykjavík og það er bara í meðallagi ef horft er til árana 1961 til 1990, en 1,2 undir meðaltali síðastliðinna tíu ára. Úrkoman er dálítið yfir meðallagi.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×