Stöðvun á sölu mjólkur og sláturgripa staðfest Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2015 15:49 Með úrskurði sínum staðfesti ráðuneytið hins vegar umrædda ákvörðun Matvælastofnunar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að stöðva markaðssetningu mjólkur og sláturgripa frá mjólkurbúi í Vesturumdæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Stofnunin stöðvaði haustið 2013 til bráðabirgða markaðssetningu eftir að stofnuninni hafði verið meinað að framkvæma eftirlit á bænum. Stöðvunin var síðan afturkölluð nokkrum dögum síðar eftir að stofnuninni var gert kleift að framkvæma eftirlit með starfstöðinni. Hin tímabundna stöðvun var kærð til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna þess tjóns sem bóndinn taldi sig hafa orðið fyrir. Með úrskurði sínum staðfesti ráðuneytið hins vegar umrædda ákvörðun Matvælastofnunar. Í úrskurðinum segir að matvælafyrirtækjum sé skylt að veita opinberum eftirlitsaðilum óhindraðan aðgang til eftirlits á þeim stöðum þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla á sér stað. Eftirlitsaðili getur komið til eftirlits hvenær sem er. Matvælastofnun var skylt að framkvæma eftirlit á þessu býli og bóndanum var skylt að aðstoða starfsmenn stofnunarinnar við framkvæmd eftirlitsins. Kærandi fékk svigrúm til að heimila eftirlitið en kom í veg fyrir það. „Matvælastofnun gætti meðalhófs og braut ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með framgöngu sinni, enda tálmaði framferði bóndans eftirlitsskyldur Matvælastofnunar,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun Matvælastofnunar fól í sér bráðabirgðaráðstöfun þar til unnt var að framkvæma eftirlitið. Matvælastofnun felldi síðan bráðabirgðaákvörðun sína úr gildi þegar eftirlit hafði farið fram á býlinu, enda byggði sú ákvörðun á að tryggt væri að gæði, öryggi og hollusta afurða sem og merkingar þeirra væru réttar og fullnægjandi. Tengdar fréttir Tvö kúabú svipt starfsleyfi Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu á mjólk frá fjórum kúabúum vegna ítrekaðra brota varðandi aðbúnað og hreinlæti. Ótrúlega mikið framleitt á einum bænum. 25. nóvember 2014 12:30 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að stöðva markaðssetningu mjólkur og sláturgripa frá mjólkurbúi í Vesturumdæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Stofnunin stöðvaði haustið 2013 til bráðabirgða markaðssetningu eftir að stofnuninni hafði verið meinað að framkvæma eftirlit á bænum. Stöðvunin var síðan afturkölluð nokkrum dögum síðar eftir að stofnuninni var gert kleift að framkvæma eftirlit með starfstöðinni. Hin tímabundna stöðvun var kærð til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna þess tjóns sem bóndinn taldi sig hafa orðið fyrir. Með úrskurði sínum staðfesti ráðuneytið hins vegar umrædda ákvörðun Matvælastofnunar. Í úrskurðinum segir að matvælafyrirtækjum sé skylt að veita opinberum eftirlitsaðilum óhindraðan aðgang til eftirlits á þeim stöðum þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla á sér stað. Eftirlitsaðili getur komið til eftirlits hvenær sem er. Matvælastofnun var skylt að framkvæma eftirlit á þessu býli og bóndanum var skylt að aðstoða starfsmenn stofnunarinnar við framkvæmd eftirlitsins. Kærandi fékk svigrúm til að heimila eftirlitið en kom í veg fyrir það. „Matvælastofnun gætti meðalhófs og braut ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með framgöngu sinni, enda tálmaði framferði bóndans eftirlitsskyldur Matvælastofnunar,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun Matvælastofnunar fól í sér bráðabirgðaráðstöfun þar til unnt var að framkvæma eftirlitið. Matvælastofnun felldi síðan bráðabirgðaákvörðun sína úr gildi þegar eftirlit hafði farið fram á býlinu, enda byggði sú ákvörðun á að tryggt væri að gæði, öryggi og hollusta afurða sem og merkingar þeirra væru réttar og fullnægjandi.
Tengdar fréttir Tvö kúabú svipt starfsleyfi Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu á mjólk frá fjórum kúabúum vegna ítrekaðra brota varðandi aðbúnað og hreinlæti. Ótrúlega mikið framleitt á einum bænum. 25. nóvember 2014 12:30 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Tvö kúabú svipt starfsleyfi Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu á mjólk frá fjórum kúabúum vegna ítrekaðra brota varðandi aðbúnað og hreinlæti. Ótrúlega mikið framleitt á einum bænum. 25. nóvember 2014 12:30