Telur Byggðastofnun geta leyst vanda Flateyrar og Þingeyrar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. janúar 2015 19:58 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir hugmyndir um að binda kvóta við einstaka sjávarbyggðir ekki nýjar að nálinni. Byggðakvótinn hafi ekki verið nýttur með skynsamlegum hætti á síðustu árum. Hann sagði hinsvegar eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hann teldi að Byggðastofnun gæti leyst vanda Flateyrar og Þingeyrar. Málið myndi skýrast á næstu dögum og vikum. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður viðraði í gær hugmyndir um að binda kvóta við einstaka sjávarbyggðir. Hún segir atvinnuöryggi ekkert í fiskvinnslu og starfsfólkið sé flutt gripaflutningum milli staða. Nú er atvinnuútlit dökkt á Flateyri og starfsfólk Vísis á Þingeyri þarf að svara því fyrir mánaðarmót hvort það vill flytja búferlum til Grindavíkur til að halda starfi sínu en starfsstöðin verður lögð niður í lok mars. Bæjarstjóri Ísafjarðar telur að það sé vænlegra til árangurs að binda aflaheimildir við einstaka sjávarbyggðir en að úthluta byggðakvóta og formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða sagðist einnig hrifinn af hugmyndinni. Sigurður Ingi segir slíkar hugmyndir ekki nýjar af nálinni. Það sé engin slík heimild í núgildandi lögum en ríkið hafi haft ýmis önnur úrræði uppá að hlaupa. „Slíkar hugmyndir hafa komið upp talsvert lengi,“ segir Sigurður Ingi og bendir meðal annars á samtök sjávarbyggða og samtök fiskvinnslustöðva. Hann segir að byggðakvótinn hafi ekki verið nýttur með skynsamlegum hætti til þessa, það séu allir sammála um það. „Sú leið að færa Byggðastofnun kvóta sem hægt er að úthluta til lengri tíma, til uppbyggingar í samvinnu við aðra, er mjög áhugaverð leið og hefur sumstaðar gefist mjög vel,“ segir hann. Hann segir stöðuna á Þingeyri og Flateyri valda áhyggjum en það sé unnið að lausn málsins. Byggðastofnun hafi þegar skýrt frá því að áhugasamir aðilar hafi sótt um samstarf við Byggðastofnun um þennan kvóta. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir hugmyndir um að binda kvóta við einstaka sjávarbyggðir ekki nýjar að nálinni. Byggðakvótinn hafi ekki verið nýttur með skynsamlegum hætti á síðustu árum. Hann sagði hinsvegar eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hann teldi að Byggðastofnun gæti leyst vanda Flateyrar og Þingeyrar. Málið myndi skýrast á næstu dögum og vikum. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður viðraði í gær hugmyndir um að binda kvóta við einstaka sjávarbyggðir. Hún segir atvinnuöryggi ekkert í fiskvinnslu og starfsfólkið sé flutt gripaflutningum milli staða. Nú er atvinnuútlit dökkt á Flateyri og starfsfólk Vísis á Þingeyri þarf að svara því fyrir mánaðarmót hvort það vill flytja búferlum til Grindavíkur til að halda starfi sínu en starfsstöðin verður lögð niður í lok mars. Bæjarstjóri Ísafjarðar telur að það sé vænlegra til árangurs að binda aflaheimildir við einstaka sjávarbyggðir en að úthluta byggðakvóta og formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða sagðist einnig hrifinn af hugmyndinni. Sigurður Ingi segir slíkar hugmyndir ekki nýjar af nálinni. Það sé engin slík heimild í núgildandi lögum en ríkið hafi haft ýmis önnur úrræði uppá að hlaupa. „Slíkar hugmyndir hafa komið upp talsvert lengi,“ segir Sigurður Ingi og bendir meðal annars á samtök sjávarbyggða og samtök fiskvinnslustöðva. Hann segir að byggðakvótinn hafi ekki verið nýttur með skynsamlegum hætti til þessa, það séu allir sammála um það. „Sú leið að færa Byggðastofnun kvóta sem hægt er að úthluta til lengri tíma, til uppbyggingar í samvinnu við aðra, er mjög áhugaverð leið og hefur sumstaðar gefist mjög vel,“ segir hann. Hann segir stöðuna á Þingeyri og Flateyri valda áhyggjum en það sé unnið að lausn málsins. Byggðastofnun hafi þegar skýrt frá því að áhugasamir aðilar hafi sótt um samstarf við Byggðastofnun um þennan kvóta.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira