Enski boltinn

Góður sigur Liverpool | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna marki Fabios Borini.
Leikmenn Liverpool fagna marki Fabios Borini. vísir/getty
Liverpool vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum þegar liðið lagði Aston Villa að velli á Villa Park með tveimur mörkum gegn engu.

Fabio Borini kom Liverpool, sem lék án Stevens Gerrard í dag, yfir á 24. mínútu með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Jordan Henderson, en skömmu áður hafði mark verið dæmt af Alberto Moreno vegna rangstöðu.

Raheem Sterling fékk svo gott færi til að koma Liverpool í 0-2 fyrir hálfleik en hann vippaði beint í fangið á Brad Guzan, markverði Aston Villa.

Villa-menn sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik, en varamaðurinn Rickie Lambert kláraði leikinn þegar hann skoraði með góðu skoti á 80. mínútu.

Liverpool er 7. sæti með 35 stig, en Villa er í 14. sæti, aðeins þremur stigum frá fallsæti.





Aston Villa 0-1 Liverpool Aston Villa 0-2 Liverpool



Fleiri fréttir

Sjá meira


×