Sport

Knattspyrnumaður varð líka í öðru sæti fyrir 48 árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson Vísir/Andri Marinó
Jón Arnór Stefánsson varð í kvöld aðeins annar körfuboltamaðurinn í sögunni til að vera kosinn Íþróttamaður ársins en það voru liðin 48 ár frá því að körfuboltamaður hlaut þessa útnefningu.

Jón Arnór varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2014 en í öðru sætinu varð knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson.

Jón Arnór fékk 108 stigum meira en Gylfi og vann því nokkuð öruggan sigur en í þriðja sætinu varð síðan handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson.

Knattspyrnumaður var líka í öðru sæti þegar körfuboltamaðurinn Kolbeinn Pálsson var kjörinn Íþróttamaður ársins fyrir 48 árum síðan.

Sá hét Sigurður Dagsson og var markvörður Íslandsmeistara Vals. Þetta sumar varði hann meðal annars vítaspyrnu í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn þar sem Valur vann Keflavík 2-1 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

Sonur Sigurður er einmitt Dagur Sigurðsson, núverandi þjálfari þýska handboltalandsliðsins.


Tengdar fréttir

Ásgeir og Pétur teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ

Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012.

30 íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu í ár - stigin og sætin

Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna var lýst í 59. sinn í kvöld á hófi í Gullhömrum í Reykjavík. Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Unicaja Malaga á Spáni, hlaut sæmdarheitið í ár og er annar körfuboltamaðurinn sem verður fyrir valinu og sá fyrsti í 48 ár.

Fyrstu bræðurnir í hópi Íþróttamanna ársins

Jón Arnór Stefánsson fylgdi í fótspor bróður síns Ólafs Stefánssonar þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins í kvöld en Jón Arnór varð efstur í í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×