Jón Arnór: Er betri manneskja í dag Anton Ingi Leifsson skrifar 3. janúar 2015 21:27 Jón Arnór í landsleik. Vísir/Daníel Jón Arnór Stefánsson, leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins og Unicaja Malaga á Spáni, segist gífurlega stoltur af því að vera kjörinn íþróttamaður ársins. Hið árlega kjör Samtaka íþróttafréttamanna fór fram í Gullhömrum í kvöld. „Það er náttúrlega að komast á Evrópumótið. Það er risastund fyrir körfuboltann, fyrir mig persónulega og fyrir okkur strákana sem höfum verið að spila með liðinu í meiri en tíu ár. Ég held ég hafi verið í landsliðinu í fjórtán ár," sagði Jón Arnór í samtali við RÚV aðspurður hver væri hátindur ársins. „Það er sætasta stundin á mínum ferli að ná þessum glæsta árangri með landsliðinu og með mínum vinum í landsliðinu. Það stendur klárlega upp úr en vonandi verður 2015 skemmtilega með Malaga." „Ég er kominn hérna í ofsalega gott lið, er kominn aftur í Euroleague og er að upplifa þann "fíling" aftur. Ég er á mjög góðum stað í lífinu." Jón Arnór spilaði ekki fyrsta leikinn gegn Bretum því hann var samningslaus og tók ekki áhættuna á því að spila. Ef hann hefði meiðst í landsleikjunum væri hann ekki tryggður og ferillinn var þvi mögulega í hættu hefði hann meiðst. „Eftir fyrsta leikinn gegn Bretum sem við unnum sannfærandi hér heima þá var þetta mjög raunhæft að við kæmust á lokamót í fyrsta sinn í sögu Íslands. Ég var samningslaus og þurfti því að taka ákvörðun um hvað ég ætlaði að gera," segir Jón Arnór. „Ég þurfti að ákveða hvort ég ætlaði að sitja á hliðarlínunni sem áhorfandi eða taka þátt í þessu og táka ákveðinn séns. Auðvitað tók ég slaginn. Ég tók mjög góða ákvörðun því þetta blessaðist allt saman. Við komumst inn á lokamót sem hefur alltaf verið draumurinn hjá mér og öllum í landsliðinu. Öll þessi ár sem við höfum spilað með því," segir Jón Arnór. „Það var rosalega leiðinleg ákvörðun að spila ekki fyrsta leikinn, því auðvitað er þetta mín atvinna. Ég þarf að passa uppá mína heilsu og ég var ekki tryggður hefði ég spilað með landsliðinu. Ég var samningslaus og það var kannski ekki staða sem ég hélt að myndi koma upp. Markaðurinn var eitthvað að stríða mér og ég fékk ekki þessi tilboð sem ég vonaðist til," segir Jón Arnór. „Ég var það þungur yfir þeirri ákvörðun að vera ekki með þannig að ég tók slaginn með þeim og ég sé alls ekki eftir því í dag."Jón í leik með Unicaja Malaga.Vísir/GettyMaður veit aldrei hvar maður endar Körfuboltamaðurinn segir að hann sé vonandi búinn að ryðja ákveðinn veg fyrir körfuboltafólk og fleiri körfuboltamenn og konur verða á stalli á næstu árum. „Við eigum svo mikið af góðum íþróttamönnum sem eru að spila á háu stigi, en ég held að það sé árangurinn okkar í landsliðinu sem hafi gert það að verkum að ég sé að vinna þessi verðlaun núna í ár. Ég þakka mínum liðsfélögum og þeir eiga þetta með mér," segir Jón Arnór. „Við erum að ná árangri með landsliðinu okkar á rosalega háu "leveli", eins lítil körfuboltaþjóð og þjóð við erum almennt. Sá árangur er það sem er að skila þessum titli í höfn eftir öll þessi ár. Ég er mjög stoltur af því og þetta er mikill heiður," segir Jón Arnór. „Við höfum átt Eið Smára og þessi goð í fótboltanum, Óli (Ólafur Stefánsson) hefur verið mikilvægur í handboltalandsliðinu og þeir hafa náð mjög góðum árangri. Loksins erum við í körfuboltanum að ná árangri með landsliðinu og ég held að það sé mikilvægasti hlekkurinn í þessu," segir Jón Arnór. „Íslendingar taka mun betur eftir því og þar af leiðandi skilar það sér niður í hreyfinguna til yngri iðkenda. Þeir hafa þá meira til að horfa upp til og vonandi verðum við fleiri í framtíðinni. Við eigum fullt af flottum ungum og efnilegum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í háskolaboltanum og atvinnumennsku. Vonandi verðum við fleiri sem komumst á þennan lista svo yngri iðkendur hafi fleiri til að horfa upp til." Jón hefur komið víðs vegar við á sínum ferli. Hann gekk meðal annars árið 2003 í raðir Dallas Mavericks í NBA-boltanum, en stoppaði stutt við þar og stuttu síðar var hann mættur til Rússlands. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera þegar ég var að fara til Dallas. Ég var svo ungur að ég man varla eftir því. Ég var ungur og óreyndur og auðvitað hefði maður viljað búa að þessari reynslu sem maður hef í dag þá, ég hefði þá kannski verið lengur." „Svo allt í einu var ég kominn til Rússlands frá Bandaríkjunum. Maður veit aldrei hvar maður endar, en ég held að þetta hafi bara verið nokkuð skemmtileg ferð. Þessi reynsla að spila í þessum körfubolta og er ég mjög lánssamur að hafa spilað öll þessi ár." „Ég hef verið á Ítalíu, Spáni og Rússlandi og hef séð heiminn og kynnst mikið af skemmtilegu fólki og menningu. Ég vissi aldrei út í hvað ég var að fara. Ég var bara mættur með bestu leikmönnum í heimi í klefann og æfa með þeim og spila," sagði Jón Arnór og endaði á hjartnæmum orðum: „Ég hef verið í tólf ár í atvinnumennsku og þetta hefur gefið mér rosalega mikið. Ég er betri manneskja í dag," sagði þessi magnaði íþróttamaður að lokum. Körfubolti Tengdar fréttir Karlalandslið Íslands í körfubolta valið lið ársins Karlalandslið Íslands í körfubolta var kjörið lið ársins í kvöld en þetta kom í ljós á kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanns ársins 2014. 3. janúar 2015 20:51 Ásgeir og Pétur teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012. 3. janúar 2015 20:35 Jón Arnór Stefánsson er Íþróttamaður ársins 2014 Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins 2014 en fékk flest atvæði í árlegu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. 3. janúar 2015 20:49 30 íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu í ár - stigin og sætin Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna var lýst í 59. sinn í kvöld á hófi í Gullhömrum í Reykjavík. Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Unicaja Malaga á Spáni, hlaut sæmdarheitið í ár og er annar körfuboltamaðurinn sem verður fyrir valinu og sá fyrsti í 48 ár. 3. janúar 2015 21:10 Fyrstu bræðurnir í hópi Íþróttamanna ársins Jón Arnór Stefánsson fylgdi í fótspor bróður síns Ólafs Stefánssonar þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins í kvöld en Jón Arnór varð efstur í í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2014. 3. janúar 2015 21:32 Rúnar Páll valinn þjálfari ársins Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, var kjörinn þjálfari ársins þriðja árið í röð í kvöld en þetta kom í ljós á kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanns ársins 2014. 3. janúar 2015 21:03 Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins og Unicaja Malaga á Spáni, segist gífurlega stoltur af því að vera kjörinn íþróttamaður ársins. Hið árlega kjör Samtaka íþróttafréttamanna fór fram í Gullhömrum í kvöld. „Það er náttúrlega að komast á Evrópumótið. Það er risastund fyrir körfuboltann, fyrir mig persónulega og fyrir okkur strákana sem höfum verið að spila með liðinu í meiri en tíu ár. Ég held ég hafi verið í landsliðinu í fjórtán ár," sagði Jón Arnór í samtali við RÚV aðspurður hver væri hátindur ársins. „Það er sætasta stundin á mínum ferli að ná þessum glæsta árangri með landsliðinu og með mínum vinum í landsliðinu. Það stendur klárlega upp úr en vonandi verður 2015 skemmtilega með Malaga." „Ég er kominn hérna í ofsalega gott lið, er kominn aftur í Euroleague og er að upplifa þann "fíling" aftur. Ég er á mjög góðum stað í lífinu." Jón Arnór spilaði ekki fyrsta leikinn gegn Bretum því hann var samningslaus og tók ekki áhættuna á því að spila. Ef hann hefði meiðst í landsleikjunum væri hann ekki tryggður og ferillinn var þvi mögulega í hættu hefði hann meiðst. „Eftir fyrsta leikinn gegn Bretum sem við unnum sannfærandi hér heima þá var þetta mjög raunhæft að við kæmust á lokamót í fyrsta sinn í sögu Íslands. Ég var samningslaus og þurfti því að taka ákvörðun um hvað ég ætlaði að gera," segir Jón Arnór. „Ég þurfti að ákveða hvort ég ætlaði að sitja á hliðarlínunni sem áhorfandi eða taka þátt í þessu og táka ákveðinn séns. Auðvitað tók ég slaginn. Ég tók mjög góða ákvörðun því þetta blessaðist allt saman. Við komumst inn á lokamót sem hefur alltaf verið draumurinn hjá mér og öllum í landsliðinu. Öll þessi ár sem við höfum spilað með því," segir Jón Arnór. „Það var rosalega leiðinleg ákvörðun að spila ekki fyrsta leikinn, því auðvitað er þetta mín atvinna. Ég þarf að passa uppá mína heilsu og ég var ekki tryggður hefði ég spilað með landsliðinu. Ég var samningslaus og það var kannski ekki staða sem ég hélt að myndi koma upp. Markaðurinn var eitthvað að stríða mér og ég fékk ekki þessi tilboð sem ég vonaðist til," segir Jón Arnór. „Ég var það þungur yfir þeirri ákvörðun að vera ekki með þannig að ég tók slaginn með þeim og ég sé alls ekki eftir því í dag."Jón í leik með Unicaja Malaga.Vísir/GettyMaður veit aldrei hvar maður endar Körfuboltamaðurinn segir að hann sé vonandi búinn að ryðja ákveðinn veg fyrir körfuboltafólk og fleiri körfuboltamenn og konur verða á stalli á næstu árum. „Við eigum svo mikið af góðum íþróttamönnum sem eru að spila á háu stigi, en ég held að það sé árangurinn okkar í landsliðinu sem hafi gert það að verkum að ég sé að vinna þessi verðlaun núna í ár. Ég þakka mínum liðsfélögum og þeir eiga þetta með mér," segir Jón Arnór. „Við erum að ná árangri með landsliðinu okkar á rosalega háu "leveli", eins lítil körfuboltaþjóð og þjóð við erum almennt. Sá árangur er það sem er að skila þessum titli í höfn eftir öll þessi ár. Ég er mjög stoltur af því og þetta er mikill heiður," segir Jón Arnór. „Við höfum átt Eið Smára og þessi goð í fótboltanum, Óli (Ólafur Stefánsson) hefur verið mikilvægur í handboltalandsliðinu og þeir hafa náð mjög góðum árangri. Loksins erum við í körfuboltanum að ná árangri með landsliðinu og ég held að það sé mikilvægasti hlekkurinn í þessu," segir Jón Arnór. „Íslendingar taka mun betur eftir því og þar af leiðandi skilar það sér niður í hreyfinguna til yngri iðkenda. Þeir hafa þá meira til að horfa upp til og vonandi verðum við fleiri í framtíðinni. Við eigum fullt af flottum ungum og efnilegum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í háskolaboltanum og atvinnumennsku. Vonandi verðum við fleiri sem komumst á þennan lista svo yngri iðkendur hafi fleiri til að horfa upp til." Jón hefur komið víðs vegar við á sínum ferli. Hann gekk meðal annars árið 2003 í raðir Dallas Mavericks í NBA-boltanum, en stoppaði stutt við þar og stuttu síðar var hann mættur til Rússlands. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera þegar ég var að fara til Dallas. Ég var svo ungur að ég man varla eftir því. Ég var ungur og óreyndur og auðvitað hefði maður viljað búa að þessari reynslu sem maður hef í dag þá, ég hefði þá kannski verið lengur." „Svo allt í einu var ég kominn til Rússlands frá Bandaríkjunum. Maður veit aldrei hvar maður endar, en ég held að þetta hafi bara verið nokkuð skemmtileg ferð. Þessi reynsla að spila í þessum körfubolta og er ég mjög lánssamur að hafa spilað öll þessi ár." „Ég hef verið á Ítalíu, Spáni og Rússlandi og hef séð heiminn og kynnst mikið af skemmtilegu fólki og menningu. Ég vissi aldrei út í hvað ég var að fara. Ég var bara mættur með bestu leikmönnum í heimi í klefann og æfa með þeim og spila," sagði Jón Arnór og endaði á hjartnæmum orðum: „Ég hef verið í tólf ár í atvinnumennsku og þetta hefur gefið mér rosalega mikið. Ég er betri manneskja í dag," sagði þessi magnaði íþróttamaður að lokum.
Körfubolti Tengdar fréttir Karlalandslið Íslands í körfubolta valið lið ársins Karlalandslið Íslands í körfubolta var kjörið lið ársins í kvöld en þetta kom í ljós á kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanns ársins 2014. 3. janúar 2015 20:51 Ásgeir og Pétur teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012. 3. janúar 2015 20:35 Jón Arnór Stefánsson er Íþróttamaður ársins 2014 Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins 2014 en fékk flest atvæði í árlegu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. 3. janúar 2015 20:49 30 íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu í ár - stigin og sætin Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna var lýst í 59. sinn í kvöld á hófi í Gullhömrum í Reykjavík. Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Unicaja Malaga á Spáni, hlaut sæmdarheitið í ár og er annar körfuboltamaðurinn sem verður fyrir valinu og sá fyrsti í 48 ár. 3. janúar 2015 21:10 Fyrstu bræðurnir í hópi Íþróttamanna ársins Jón Arnór Stefánsson fylgdi í fótspor bróður síns Ólafs Stefánssonar þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins í kvöld en Jón Arnór varð efstur í í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2014. 3. janúar 2015 21:32 Rúnar Páll valinn þjálfari ársins Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, var kjörinn þjálfari ársins þriðja árið í röð í kvöld en þetta kom í ljós á kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanns ársins 2014. 3. janúar 2015 21:03 Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Karlalandslið Íslands í körfubolta valið lið ársins Karlalandslið Íslands í körfubolta var kjörið lið ársins í kvöld en þetta kom í ljós á kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanns ársins 2014. 3. janúar 2015 20:51
Ásgeir og Pétur teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012. 3. janúar 2015 20:35
Jón Arnór Stefánsson er Íþróttamaður ársins 2014 Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins 2014 en fékk flest atvæði í árlegu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. 3. janúar 2015 20:49
30 íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu í ár - stigin og sætin Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna var lýst í 59. sinn í kvöld á hófi í Gullhömrum í Reykjavík. Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Unicaja Malaga á Spáni, hlaut sæmdarheitið í ár og er annar körfuboltamaðurinn sem verður fyrir valinu og sá fyrsti í 48 ár. 3. janúar 2015 21:10
Fyrstu bræðurnir í hópi Íþróttamanna ársins Jón Arnór Stefánsson fylgdi í fótspor bróður síns Ólafs Stefánssonar þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins í kvöld en Jón Arnór varð efstur í í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2014. 3. janúar 2015 21:32
Rúnar Páll valinn þjálfari ársins Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, var kjörinn þjálfari ársins þriðja árið í röð í kvöld en þetta kom í ljós á kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanns ársins 2014. 3. janúar 2015 21:03