Körfubolti

Karlalandslið Íslands í körfubolta valið lið ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Már Magnússon og Logi Gunnarsson tóku við verðlaunum fyrir hönd körfuboltalandsliðsins.
Helgi Már Magnússon og Logi Gunnarsson tóku við verðlaunum fyrir hönd körfuboltalandsliðsins. Vísir/Daníel
Karlalandslið Íslands í körfubolta var kjörið lið ársins í kvöld en þetta kom í ljós á kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanns ársins 2014.

Þetta er í þriðja sinn sem Samtök íþróttafréttamenn velja lið ársins en áður höfðu Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum (2012) og karlalandslið Íslands í knattspyrnu (2013) fengið þessi verðlaun.

Körfuboltalandsliðið endurskrifaði sögu íslensk körfubolta á árinu með því að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn en íslenska landsliðið verður meðal keppenda á Evrópumóti landsliða á næsta ári.

Íslenska liðið vann tvo sigra á Bretlandi í undankeppninni og tryggði sér með því annað sætið í riðlinum á eftir Bosníumönnum en íslenska landsliðið var eitt þeirra liða sem var með bestan árangur í öðru sæti síns riðils.

Knattspyrnulandslið Íslands í fótbolta og karlalið Stjörnunnar í fóbolta voru einnig tilnefnd að þessu sinni. Fótboltalandsliðið varð í öðru sæti.

Körfuboltalandsliðið fékk 105 stig af 120 mögulegum í kjörinu og vann því mjög öruggan sigur í kjörinu.



Lið ársins 2014 - þessi lið fengu stig:

1. Karlalandslið Íslands í körfubolta 105 stig

2. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu 66

3. Stjarnan (mfl. kk) 24

4. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 12

5. Karlalandslið Íslands í handbolta 8

6. Landslið Íslands í frjálsíþróttum 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×