Enski boltinn

Mourinho: Ég fæ verðlaun fyrir að vinna fótboltaleiki en ég veit ekki fyrir hvað þetta er

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho mætti með dóttur sinni Matilde á hátíðina.
José Mourinho mætti með dóttur sinni Matilde á hátíðina. vísir/gety
José Mourino, knattspyrnustjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, stal senunni á GQ Men of the Year 2015-hátíðinni þar sem tímaritið GQ verðlaunar menn ársins að sínu mati hverju sinni.

Mourinho fékk sérstök ritstjóraverðlaun fyrir framlag sitt til fjölmiðla í gegnum tíðina, en fyrirsagnirnar sem hann hefur smíðað fyrir fjölmiðla Bretlands og víðar eru óendanlegar.

Sjálfur vissi Mourinho ekkert hvað hann var að gera upp á sviðinu og breytti ræðu sinni ekkert þrátt fyrir að fá afskaplega huggulega kynningu.

„Ég hef fengið nokkur verðlaun á mínum ferli og ég veit af hverju ég fæ þau. Því ég vinn fótboltaleiki,“ sagði Portúgalinn.

„Þetta eru fyrstu verðlaunin sem ég veit hvers vegna ég fæ og þau eru sérstök vegna þess.“

Ritstjóri GQ í Bretlandi heitir Dylan Jones og var því ekki úr vegi að þakka honum fyrir.

„Dylan einn veit hvers vegna ég fæ þessi verðlaun þannig kærar þakkir, Dylan. Dóttir mín segir einnig að val ykkar var rétt þannig þá er það rétt,“ sagði José Mourinho.

Þessa bráðskemmtilegu ræðu Portúgalans má sjá í myndbandinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×