Fótbolti

Totti skrifaði slösuðum stuðningsmanni bréf og gaf honum fyrirliðaband

Bréfið og fyrirliðabandið sem Totti sendi.
Bréfið og fyrirliðabandið sem Totti sendi.
Francesco Totti, leikmaður Roma, er toppmaður og hann sannaði það enn eina ferðina á dögunum.

Þá frétti hann af sænskum stuðningsmanni Roma sem hefði slasast alvarlega í bílslysi. Totti vildi gera eitthvað fyrir hann.

Hann reif því fram lyklaborðið og skrifaði stuðningsmanninum bréf ásamt því að senda honum áritað fyrirliðaband.

Í bréfinu óskar Totti honum góðs bata og hvetur hann til dáða í sinni endurhæfingu. Að lokum segist Totti hlakka til að sjá hann á heimavelli Roma í framtíðinni.

Totti fær klárlega plús í kladdann fyrir þessa framkomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×