Innlent

Jóhanna: „Gróf aðför að lýðræðinu“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Jóhanna, fyrrverandi forsætisráðherra er harðorð í garð ríkisstjór Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar.
Jóhanna, fyrrverandi forsætisráðherra er harðorð í garð ríkisstjór Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. Vísir/GVA
„Þetta er mjög gróf aðför að lýðræðinu, enda hefur lýðræðislegur vilji löggjafans verið fótum troðinn,“ skrifar Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Það hlýtur að kalla á afar hörð viðbrögð innan og utan Alþingis.“Ákvörðunin var tekin án aðkomu þingsins sem ályktaði um að hefja ætti aðildarviðræðurnar árið 2009, þegar Jóhanna var forsætisráðherra.

„Þingsályktanir, sem Alþingi samþykkir, eru stjórnsýslufyrirmæli til framkvæmdavaldsins sem ríkisstjórnum ber að fara eftir nema þingið sjálft breyti þeim fyrirmælum. Eða er verið að skapa fordæmi fyrir því að geðþóttaákvarðanir ríkisstjórna ráði hér eftir hvort vilji Alþingis er numin úr gildi eða ekki?“ spyr hún.

Sjá einnig: „Ég lít á þetta sem tilraun til valdaráns“Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var gerð ljós í kvöld en hún var tekin síðastliðinn þriðjudag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra upplýsti í kvöld að hann hafi síðdegis afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf þessa efnis að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Lettland fer með formennsku í ráðherraráði ESB. Viðbrögðin við þessari ákvörðun hafa verið mjög sterk og var boðað til mótmæla með stuttum fyrirvara á Austurvelli. Tæplega þúsund manns boðuðu komu sína.


Tengdar fréttir

Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.