Hættir þegar hann vantar bara einn leik í metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2015 09:30 Morten Olsen. Vísir/Getty Morten Olsen stýrði danska landsliðinu í síðasta sinn í gær þegar Danir gerðu 2-2 jafntefli við Svía í seinni umspilsleik þjóðanna um sæti á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar. Morten Olsen, sem er orðinn 66 ára gamall, var búinn að gefa það út að hann ætlaði að hætta eftir þessa keppni. Hann og Danir ætluðu sér að hafa kveðjustundina á EM í Frakklandi en danska liðið er úr leik og fimmtán ára þjálfaratíð Olsen er því á enda. Morten Olsen staðfesti það eftir leikinn í gær að hann og danska sambandið hafi komið sér saman um það að hann hætti strax. Olsen tók við danska landsliðinu 1. júlí 2000 og leikurinn í gær var leikur númer 166. Hann sjálfur spilaði 102 leiki fyrir Dani á árunum 1970 til 1989. Olsen kom Dönum á fjögur stórmót, HM 2002, EM 2004, HM 2010 og EM 2012. Hann endaði hinsvegar á því að missa af tveimur stórmótum í röð. „Það er sárt að enda þetta svona eftir 35 ára sem leikmaður eða þjálfari en ég finn samt mest til með Dönum sjálfum, með stuðningsmönnunum," sagði Morten Olsen eftir leikinn. Sjá einnig:Ég sendi dönsku þjóðina á eftirlaun Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo benti á það að Morten Olsen vantar bara einn leik til að ná meti Þjóðverjans Sepp Herberger sem er sá hefur stýrt einu landsliði í flestum leikjum. Sepp Herberger var með þýska landsliðið frá 1936 til 1942 og svo aftur með vestur-þýska landsliðið frá 1950 til 1964. Hann gerði Vestur-Þjóðverja að heimsmeisturum í fyrsta sinn árið 1964. Herberger stýrði þýska landsliðinu samtals í 167 leikjum og liðið vann 94 af þeim eða 56 prósent leikjanna. Danir unnu 80 af 166 leikjum sínum undir stjórn Olsen eða 48 prósent leikjanna. Fótbolti Tengdar fréttir Úkraína slapp með skrekkinn og komst á EM Úkraína er komið á EM i Frakklandi eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn Slóvenum á útivelli í kvöld. 17. nóvember 2015 16:30 Zlatan skaut Svíum á EM Zlatan Ibrahimovic sá til þess í kvöld að Svíar fara á EM en Danir og Svíar gerðu 2-2 jafntefli í seinni leik liðanna á Parken í kvöld. 17. nóvember 2015 22:15 Ég sendi dönsku þjóðina á eftirlaun Svíinn Zlatan Ibrahimovic var borubrattur eftir að hafa tryggt Svíum sæti á EM á Parken í kvöld. 17. nóvember 2015 22:37 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Morten Olsen stýrði danska landsliðinu í síðasta sinn í gær þegar Danir gerðu 2-2 jafntefli við Svía í seinni umspilsleik þjóðanna um sæti á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar. Morten Olsen, sem er orðinn 66 ára gamall, var búinn að gefa það út að hann ætlaði að hætta eftir þessa keppni. Hann og Danir ætluðu sér að hafa kveðjustundina á EM í Frakklandi en danska liðið er úr leik og fimmtán ára þjálfaratíð Olsen er því á enda. Morten Olsen staðfesti það eftir leikinn í gær að hann og danska sambandið hafi komið sér saman um það að hann hætti strax. Olsen tók við danska landsliðinu 1. júlí 2000 og leikurinn í gær var leikur númer 166. Hann sjálfur spilaði 102 leiki fyrir Dani á árunum 1970 til 1989. Olsen kom Dönum á fjögur stórmót, HM 2002, EM 2004, HM 2010 og EM 2012. Hann endaði hinsvegar á því að missa af tveimur stórmótum í röð. „Það er sárt að enda þetta svona eftir 35 ára sem leikmaður eða þjálfari en ég finn samt mest til með Dönum sjálfum, með stuðningsmönnunum," sagði Morten Olsen eftir leikinn. Sjá einnig:Ég sendi dönsku þjóðina á eftirlaun Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo benti á það að Morten Olsen vantar bara einn leik til að ná meti Þjóðverjans Sepp Herberger sem er sá hefur stýrt einu landsliði í flestum leikjum. Sepp Herberger var með þýska landsliðið frá 1936 til 1942 og svo aftur með vestur-þýska landsliðið frá 1950 til 1964. Hann gerði Vestur-Þjóðverja að heimsmeisturum í fyrsta sinn árið 1964. Herberger stýrði þýska landsliðinu samtals í 167 leikjum og liðið vann 94 af þeim eða 56 prósent leikjanna. Danir unnu 80 af 166 leikjum sínum undir stjórn Olsen eða 48 prósent leikjanna.
Fótbolti Tengdar fréttir Úkraína slapp með skrekkinn og komst á EM Úkraína er komið á EM i Frakklandi eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn Slóvenum á útivelli í kvöld. 17. nóvember 2015 16:30 Zlatan skaut Svíum á EM Zlatan Ibrahimovic sá til þess í kvöld að Svíar fara á EM en Danir og Svíar gerðu 2-2 jafntefli í seinni leik liðanna á Parken í kvöld. 17. nóvember 2015 22:15 Ég sendi dönsku þjóðina á eftirlaun Svíinn Zlatan Ibrahimovic var borubrattur eftir að hafa tryggt Svíum sæti á EM á Parken í kvöld. 17. nóvember 2015 22:37 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Úkraína slapp með skrekkinn og komst á EM Úkraína er komið á EM i Frakklandi eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn Slóvenum á útivelli í kvöld. 17. nóvember 2015 16:30
Zlatan skaut Svíum á EM Zlatan Ibrahimovic sá til þess í kvöld að Svíar fara á EM en Danir og Svíar gerðu 2-2 jafntefli í seinni leik liðanna á Parken í kvöld. 17. nóvember 2015 22:15
Ég sendi dönsku þjóðina á eftirlaun Svíinn Zlatan Ibrahimovic var borubrattur eftir að hafa tryggt Svíum sæti á EM á Parken í kvöld. 17. nóvember 2015 22:37