Enski boltinn

Forráðamenn Manchester United bjartsýnir á að halda De Gea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
De Gea á æfingu með Manchester United á dögunum.
De Gea á æfingu með Manchester United á dögunum. Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum BBC telja forráðamenn Manchester United að David De Gea muni leika með félaginu á þessu tímabili en ekkert kemur fram hvort hann muni skrifa undir nýjan samning. Spænski markvörðurinn á eitt ár eftir af samningi sínum hjá enska stórveldinu.

De Gea hefur þrálátlega verið orðaður við Real Madrid í sumar og var hann ekki í leikmannahóp liðsins í 1-0 sigri gegn Tottenham um helgina. Vill leikmaðurinn ganga til liðs við Madrídar-liðið þar sem kærasta hans býr en hann ólst upp í höfuðborg Spánar.

Hafa forráðamenn Manchester United tilkynnt Real Madrid að annað hvort verði félagið að greiða rúmlega 33 milljónir punda eða láta Sergio Ramos vera hluta af skiptunum.

Búast forráðamenn Manchester United ekki við því að Real Madrid samþykki þessa skilmála og lítur því allt út fyrir að De Gea leiki síðasta ár samningsins í treyju Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×