Strætó krossar fingur vegna ferðaþjónustu viktoría hermannsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Náði að hringja Þórður á erfitt með að gera sig skiljanlegan en náði að hringja í móður sína og láta vita af sér. Hann var skilinn eftir á röngum stað. Mynd/Stöð 2 Þórður Guðlaugsson er 25 ára gamall. Hann er með þroskahömlun, á erfitt með að gera sig skiljanlegan, er spastískur og þarf að nota Ferðaþjónustu fatlaðra til að komast á milli staða. Í gær var hann skilinn eftir á röngum stað en til allrar hamingju gat hann hringt í móður sína og beðið hana um aðstoð. Rætt var við Þórð og móður hans, Bryndísi Ingibjörgu Björnsdóttur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég er mjög fegin því að hann gat þó hringt í mig,“ sagði móðir hans. Þórður sagði frá því að honum fyndist erfitt að nota þjónustuna og að hann hafi ekki vitað hvar hann var þegar hann var skilinn eftir.Þjónustan bregst í annað sinn Stuðningsfulltrúi Þórðar, Þórunn Kristjánsdóttir, segir þetta í annað sinn sem eitthvað fer úrskeiðis hjá þjónustunni. Það geti haft þau áhrif að Þórður veigri sér við að nýta sér hana. Sjálf varð hún vitni að því þegar hún beið með honum að pantaður bíll kom ekki að sækja hann. „Þá er okkur sagt að bíllinn hafi komið, en hann kom ekki. Það vitum við bæði,“ sagði Þórunn frá og bætti því við að hún hefði sjálf keyrt hann á áfangastað.Jóhannes RúnarssonJóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, hringdi sjálfur í Bryndísi og baðst afsökunar. „Okkur þykir þetta mjög leitt,“ segir Jóhannes, sem segir þó unnið að því að betrumbæta þjónustuna. „Við erum sannfærð um að þetta sé alltaf að lagast og svo krossum við putta,“ segir hann. Spurður hvort hægt sé að tryggja öryggi farþeganna segir Jóhannes svo vera. „Við erum á góðri leið með að gera þetta að öruggri þjónustu en getum kannski ekki enn þá tryggt það að stundvísin sé 100% en þetta batnar með réttari upplýsingum,“ segir hann. Allar upplýsingar voru réttar í tilfelli Þórðar sem var skilinn eftir á röngum stað. Bæði hvað varðar fötlun hans og áfangastað. „Ég er ekki búinn að fá skýrslu frá bílstjóranum. Það er nokkuð klárt að það átti að fylgja honum inn,“ segir Jóhannes, og segir mistökin líklega mannleg. Hann segir bílstjórana hafa fengið þriggja tíma fræðslu um fötlun en segir líklegt að farið verði betur yfir þjálfun bílstjóranna með það í huga að bæta þjónustuna.Stefán Eiríksson segir taka lengri tíma en fjórar vikur að lagfæra þjónustuna.Tekur lengri tíma Stefán Eiríksson, sem er yfir neyðarstjórninni, segir verkefnið ganga samkvæmt áætlun. Líklega taki lengri tíma en fjórar vikur að klára það. „Ég held það séu allar líkur á því að við komum verkefninu í höfn en hversu langan tíma það tekur er erfitt að segja akkúrat á þessum tímapunkti. Ég held það þurfi beinlínis lengri tíma en fjórar vikur til þess að mæta þeim óskum og þörfum sem menn hafa til þessarar þjónustu en við vonandi náum að koma brýnustu atriðunum í gott horf á þessum fjórum vikum.“ Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Þórður Guðlaugsson er 25 ára gamall. Hann er með þroskahömlun, á erfitt með að gera sig skiljanlegan, er spastískur og þarf að nota Ferðaþjónustu fatlaðra til að komast á milli staða. Í gær var hann skilinn eftir á röngum stað en til allrar hamingju gat hann hringt í móður sína og beðið hana um aðstoð. Rætt var við Þórð og móður hans, Bryndísi Ingibjörgu Björnsdóttur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég er mjög fegin því að hann gat þó hringt í mig,“ sagði móðir hans. Þórður sagði frá því að honum fyndist erfitt að nota þjónustuna og að hann hafi ekki vitað hvar hann var þegar hann var skilinn eftir.Þjónustan bregst í annað sinn Stuðningsfulltrúi Þórðar, Þórunn Kristjánsdóttir, segir þetta í annað sinn sem eitthvað fer úrskeiðis hjá þjónustunni. Það geti haft þau áhrif að Þórður veigri sér við að nýta sér hana. Sjálf varð hún vitni að því þegar hún beið með honum að pantaður bíll kom ekki að sækja hann. „Þá er okkur sagt að bíllinn hafi komið, en hann kom ekki. Það vitum við bæði,“ sagði Þórunn frá og bætti því við að hún hefði sjálf keyrt hann á áfangastað.Jóhannes RúnarssonJóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, hringdi sjálfur í Bryndísi og baðst afsökunar. „Okkur þykir þetta mjög leitt,“ segir Jóhannes, sem segir þó unnið að því að betrumbæta þjónustuna. „Við erum sannfærð um að þetta sé alltaf að lagast og svo krossum við putta,“ segir hann. Spurður hvort hægt sé að tryggja öryggi farþeganna segir Jóhannes svo vera. „Við erum á góðri leið með að gera þetta að öruggri þjónustu en getum kannski ekki enn þá tryggt það að stundvísin sé 100% en þetta batnar með réttari upplýsingum,“ segir hann. Allar upplýsingar voru réttar í tilfelli Þórðar sem var skilinn eftir á röngum stað. Bæði hvað varðar fötlun hans og áfangastað. „Ég er ekki búinn að fá skýrslu frá bílstjóranum. Það er nokkuð klárt að það átti að fylgja honum inn,“ segir Jóhannes, og segir mistökin líklega mannleg. Hann segir bílstjórana hafa fengið þriggja tíma fræðslu um fötlun en segir líklegt að farið verði betur yfir þjálfun bílstjóranna með það í huga að bæta þjónustuna.Stefán Eiríksson segir taka lengri tíma en fjórar vikur að lagfæra þjónustuna.Tekur lengri tíma Stefán Eiríksson, sem er yfir neyðarstjórninni, segir verkefnið ganga samkvæmt áætlun. Líklega taki lengri tíma en fjórar vikur að klára það. „Ég held það séu allar líkur á því að við komum verkefninu í höfn en hversu langan tíma það tekur er erfitt að segja akkúrat á þessum tímapunkti. Ég held það þurfi beinlínis lengri tíma en fjórar vikur til þess að mæta þeim óskum og þörfum sem menn hafa til þessarar þjónustu en við vonandi náum að koma brýnustu atriðunum í gott horf á þessum fjórum vikum.“
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira