Innlent

Ekki orðið vart við fleiri hótanir og ógnanir

viktoría hermannsdóttir skrifar
Ómar Örn segir ekki hafa verið tilkynnt um nein atvik tengd hótunum og ógnunum undanfarnar vikur.
Ómar Örn segir ekki hafa verið tilkynnt um nein atvik tengd hótunum og ógnunum undanfarnar vikur. Fréttablaðið/Valli
Ekki hafa komið upp atvik tengd hótunum og ógnunum í Hagaskóla undanfarnar vikur. Þetta staðfestir aðstoðarskólastjórinn, Ómar Örn Magnússon. Fréttablaðið fjallaði í síðasta mánuði um ástand innan skólans þar sem nemendum var ógnað og hótað af öðrum nemendum við skólann og líka af einstaklingum sem ekki voru nemendur við skólann.

Sagt var frá því í tengslum við þetta að til ryskinga hefði komið milli foreldra nemanda við skólann og annars nemanda sem leiddi til þess að lögð var fram kæra.

Ómar segir að vel hafi tekist að tækla ástandið og ekki hafi orðið vart við slík atvik síðan fjölmiðlaumfjöllun var um málið. „Það er bara allt á áætlun. Þetta voru nokkrir einstaklingar sem þurfa ákveðna vinnu í tengslum við þeirra hegðun eða stöðu. Það er líka bara verkefni okkar að vinna að jákvæðri menningu og hegðun í Hagaskóla,“ segir hann og bendir á að nú sé að fara í gang kærleiksvika í skólanum.

Vel hafi tekist að ná yfir vandamálið og samkvæmt mánaðarlegum Skólapúls-mælingum, sem er könnun sem mælir líðan nemenda við skólann, þá er líðan þeirra betri nú en var fyrir nokkrum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×