Enski boltinn

Öruggt hjá Man. City | Sjáðu mörkin

Manchester City hóf leiktíðina með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi 0-3 sigur á WBA.

Yfirburðir City voru miklir frá byrjun. Yaya Toure skoraði fyrsta markið eftir aðeins níu mínútna leik. Áhöld voru um hvort hann ætti að fá markið skrifað á sig þar sem boltinn fór lítillega í David Silva á leið sinni í markið.

Það var þó alveg klárt að hann skoraði annað mark liðsins á 24. mínútu. WBA leit skelfilega út í fyrri hálfleiknum og varnarleikur liðsins var eins og gatasigti.

Raheem Sterling hefði átt að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið í fyrri hálfleik er hann komst einn í gegn en skot hans var slappt.

Það var ekki mikið búið af síðari hálfleik er þriðja markið kom. Vincent Kompany kom með sterkt hlaup í teiginn í horni og stangaði boltann af krafti í netið.

Nokkuð var um færi það sem eftir lifði leiks en fleiri urðu mörkin ekki. Flott byrjun hjá City og afar sannfærandi frammistaða.

Hér að ofan má sjá viðtal við Kompany eftir leikinn.

1-0 fyrir Man. City. Toure kemur City í 2-0. Kompany með skallamark



Fleiri fréttir

Sjá meira


×