Hús með sál 28. nóvember 2015 11:00 Hafdís og Haukur inn í stofu á uppáhalds stað Hafdísar. Stólarnir eru úr Fríðu frænku og myndirnar líka. Hundurinn Róbert situr fyrir framan þau á pullunni sinni. „Það er svo góður andi í húsinu, það er það besta við húsið,“ segja hjónin Hafdís Þorleifsdóttir og Haukur Ingi Jónsson sem búa í fallegu bakhúsi við Vesturgötu í Reykjavík ásamt hundinum sínum, Róberti. Húsið var byggt árið 1896 og er hluti af Hlíðarhúsunum og ber nafnið Hlíðarhús miðbær. „Við fluttum inn í húsið árið 2002. Ég heillaðist af því þegar ég sá það en Hafdís var alls ekki á því til að byrja með að flytja úr Breiðholti þar sem við bjuggum og niður í bæ. Hún sannfærðist hins vegar þegar við skoðuðum það,“ segir Haukur. Árið 2012 réðust hjónin í miklar endurbætur á húsinu og stækkuðu það um fjörutíu prósent. „Þetta voru miklar framkvæmdir en vel þess virði,“ segir Haukur. Hjónin reka verslunina Gyllta köttinn í Austurstræti og Stofuna kaffihús í kvosinni. Það er því stutt fyrir þau að fara í vinnu. „Við röltum bara í vinnuna og erum mest á þessu svæði. Við förum ekki mikið úr miðbænum,“ segir Hafdís. Bæði innréttingar og húsmunir í húsinu eru í gamaldags stíl enda hjónin mjög hrifin af gamla stílnum og hlutum með sál. „Fríða frænka var í miklu uppáhaldi hjá okkur og við versluðum mikið við hana. Við eigum mikið af hlutum þaðan,“ segir Hafdís. Þau segja að þeim líði afskaplega vel í húsinu og búast ekki við að flytja þaðan. „Nei, við munum alltaf vera hér. Verðum gömul hérna,“ segir Haukur.Hjónarúmið sem er í spænskum s´til hefur gengið kynslóða á milli. Afi og amma Hauks áttu rúmið sem móðir hans erfði svo og síðan Haukur. "Við létum taka það allt í gegn fyrir 15 árum síðan, fengum nýjar dýnur og pússuðum upp og bárum á rúmgaflinn." Stóllinn er úr Fríðu frænku en sú búð var í miklu uppáhaldi hjá hjónunum. "Við vorum reglulegir gestir hjá Önnu," segir Hafdís en í dag reka hjónin einmitt kaffihúsið Stofuna sem er í sama húsnæði og Fríða frænka var í .Eldhúsborðið og stólarnir koma úr Fríðu frænku. "Hérna kemur fjölskyldan saman og borðar. Hérna er líka mikið setið og rætt, kvölds og morgna. Margar hugmyndir ræddar," segir Haukur. Litlu stytturnar í glugganum eru fráFyrstu skautarnir hans Hauks hafa fengið annað hlutverk og eru núna veggskraut í húsbóndaherberginu í kjallaranum.„Ég erfði bláa vasann frá ömmu Pálínu og hann er í miklu uppáhaldi en hún hafði átt hann í mörg ár,“ segir Haukur. Hús og heimili Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
„Það er svo góður andi í húsinu, það er það besta við húsið,“ segja hjónin Hafdís Þorleifsdóttir og Haukur Ingi Jónsson sem búa í fallegu bakhúsi við Vesturgötu í Reykjavík ásamt hundinum sínum, Róberti. Húsið var byggt árið 1896 og er hluti af Hlíðarhúsunum og ber nafnið Hlíðarhús miðbær. „Við fluttum inn í húsið árið 2002. Ég heillaðist af því þegar ég sá það en Hafdís var alls ekki á því til að byrja með að flytja úr Breiðholti þar sem við bjuggum og niður í bæ. Hún sannfærðist hins vegar þegar við skoðuðum það,“ segir Haukur. Árið 2012 réðust hjónin í miklar endurbætur á húsinu og stækkuðu það um fjörutíu prósent. „Þetta voru miklar framkvæmdir en vel þess virði,“ segir Haukur. Hjónin reka verslunina Gyllta köttinn í Austurstræti og Stofuna kaffihús í kvosinni. Það er því stutt fyrir þau að fara í vinnu. „Við röltum bara í vinnuna og erum mest á þessu svæði. Við förum ekki mikið úr miðbænum,“ segir Hafdís. Bæði innréttingar og húsmunir í húsinu eru í gamaldags stíl enda hjónin mjög hrifin af gamla stílnum og hlutum með sál. „Fríða frænka var í miklu uppáhaldi hjá okkur og við versluðum mikið við hana. Við eigum mikið af hlutum þaðan,“ segir Hafdís. Þau segja að þeim líði afskaplega vel í húsinu og búast ekki við að flytja þaðan. „Nei, við munum alltaf vera hér. Verðum gömul hérna,“ segir Haukur.Hjónarúmið sem er í spænskum s´til hefur gengið kynslóða á milli. Afi og amma Hauks áttu rúmið sem móðir hans erfði svo og síðan Haukur. "Við létum taka það allt í gegn fyrir 15 árum síðan, fengum nýjar dýnur og pússuðum upp og bárum á rúmgaflinn." Stóllinn er úr Fríðu frænku en sú búð var í miklu uppáhaldi hjá hjónunum. "Við vorum reglulegir gestir hjá Önnu," segir Hafdís en í dag reka hjónin einmitt kaffihúsið Stofuna sem er í sama húsnæði og Fríða frænka var í .Eldhúsborðið og stólarnir koma úr Fríðu frænku. "Hérna kemur fjölskyldan saman og borðar. Hérna er líka mikið setið og rætt, kvölds og morgna. Margar hugmyndir ræddar," segir Haukur. Litlu stytturnar í glugganum eru fráFyrstu skautarnir hans Hauks hafa fengið annað hlutverk og eru núna veggskraut í húsbóndaherberginu í kjallaranum.„Ég erfði bláa vasann frá ömmu Pálínu og hann er í miklu uppáhaldi en hún hafði átt hann í mörg ár,“ segir Haukur.
Hús og heimili Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira